fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Bauluðu á barnaníðinginn á Ólympíuleikunum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. júlí 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenski barnaníðingurinn Steven van den Velde hlaut óblíðar móttökur í París þar sem hann mætti til leiks, ásamt liðsfélaga sínum, til að keppa í strandblaki. Viðureignin fór fram á fallegum velli sem er nánast undir sjálfum Eiffel-turninum. Flestir áhorfendur bauluðu linnulaust á den Velde og voru hinir kátustu þegar hollenska tvíeykið tapaði viðureign sinni gegn ítalska liðinu, 2-1. Hollenskir áhorfendur, sem reyndu að styðja sína menn, máttu sín lítils.

Van Velde brást þó ekki á nokkurn hátt við mótlætinu og einbeitti sér að leiknum.

Ástæðan fyrir óvinsældum hans er sú að árið 2o16 var van Velde dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 12 ára enskri stúlku. Nauðgunin átti sér stað árið 2014, þegar van Velde var sjálfur 19 ára gamall, en hann ferðaðist frá heimalandi sínu til enska bæjarins Milton Keynes þar sem hann braut á stúlkunni eftir að hafa kynnst henni í gegnum netið.

Flestir töldu að ferill van Velde, sem þá var efnilegur blakspilari, væri á enda en hann hélt æfingum áfram eftir að hafa afplánað aðeins eitt ár af dóminum. Það vakti síðan gríðarlega neikvætt umtal þegar hann var valinn sem fulltrúi Hollands í strandblakinu á leikunum.

Tæplega 100 þúsund manns skrifuðu undir rafrænan undirskriftalista um að van Velde yrði meinað að taka þátt í leikunum en Hollendingar hafa varið sinn mann með kjafti og klóm. Hafa fulltrúar Hollands sagt að engin ógn stafi af van Velde og þvertekið fyrir það að hann þjáist af barnagirnd.

Sjálfur er van Velde hamingjusamlega giftur þýska blakspilaranum og lögreglukonunni Kim Behrens. Hún stendur eins og klettur með eiginmanni sínum en saman á parið unga dóttur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út