fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Sorg á Egilsstöðum – Mirabel fannst dáinn

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 09:30

Mirabel var af tegundinni Samoyed sem er fágæt á Íslandi. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mirabel, fágætur níu vikna Samoyed tíkarhvolpur sem leitað hefur verið að síðan á föstudag, fannst dáinn um miðnætti í gær. Frá þessu greinir ræktandi hvolpsins, Agnes Klara Ben Jónsdóttir, í tilkynningu á Facebook nú í morgunsárið.

DV greindi frá því í gærkvöldið að umfangsmikil leit hefði staðið yfir að hvolpinum sem björgunarsveitir fyrir austan hefðu aðstoðað við. Meðal annars var leitarsvæðið fínkembt með dróna og þá var dróni sem geltir brúkaður til þess að reyna að ná til hvolpsins.

Sjá einnig: Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið

Upphaflega týndust þrjár tíkur af bænum af Refsstöðum í Fellum í Fljótsdal, um 12 kílómetrum frá Egilsstöðum. Mirabel, móðir hennar og annar Labrador tíkarhvolpur. Tvær síðastnefndu skiluðu sér fljótt en ekki Mirabel og hófst þá þegar leit af hvolpnum. Henni lauk svo í gær með þessum sorglega hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja – Sonur hans tekur við

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja – Sonur hans tekur við
Fréttir
Í gær

Lögregla þarf að ná tali af þessum manni

Lögregla þarf að ná tali af þessum manni
Fréttir
Í gær

Íbúi á Skyggnisbraut áhyggjufullur: „Hún þorir ekki að fara ein af ótta við þessa menn“

Íbúi á Skyggnisbraut áhyggjufullur: „Hún þorir ekki að fara ein af ótta við þessa menn“