fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Mogginn gagnrýnir lögreglustjóra harðlega – „Ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega ógilti ríkissaksóknari þá ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að hætta rannsókn á kæru gegn þeim Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Þrastardóttur fyrir mútur í starfsemi hjálparsamtakanna Solaris. Lögmaðurinn Einar Hálfdanarson kærði konurnar.

Ríkissaksóknari hefur gert lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, að taka rannsóknina upp á ný.

Morgunblaðið fjallar um málið í leiðara blaðsins í dag og fer hörðum orðum um framgöngu Höllu Bergþóru. Í leiðaranum segir:

„Um op­in­ber­ar fjársafn­an­ir gilda sér­stök lög til að koma í veg fyr­ir svika­hrappa, hirðuleysi eða pen­ingaþvætti. Þær skulu vera í lög­leg­um til­gangi, eru háðar op­in­beru leyfi og áskilnaður er um fjár­reiðurn­ar. Um allt þetta eru áhöld varðandi söfn­un Solar­is.

Hitt er þó al­var­legra að miðað við frá­sagn­ir hinna kærðu for­svars­manna söfn­un­ar­inn­ar og ann­an frétta­flutn­ing frá landa­mær­um Egypta­lands við Gasa­svæðið kann stór eða stærst­ur hluti fjár­ins að hafa verið notaður til mútu­greiðslna til egypskra emb­ætt­is­manna. Allt er það ískyggi­legra en ella vegna þess hernaðar- og hryðju­verka­ástands sem rík­ir á Gasa.

Mútu­greiðslur eru bannaðar að lög­um að viðlögðu allt að sex ára fang­elsi, en jafn­framt er Ísland aðili að alþjóðlega­samn­ing­um og sam­starfi gegn mút­um og mik­il­vægt að Ísland virðist ekki gefa neinn af­slátt í þeim efn­um.“

Morgunblaðið bendir á að sakirnar séu alvarlegar og lögreglustjóri hafi ákveðið að taka málið til rannsóknar en hafi síðan ákveðið að fella niður rannsóknina án nokkurs rökstuðnings. Beiðni ríkissaksóknara um rökstuðning hafi ekki verið svarað.

„Sak­ar­efni hafi ekki einu sinni verið skil­greind líkt og lög mæla fyr­ir um, ekk­ert hafi komið fram um að sjálf­stætt mat hafi verið lagt á at­hafn­ir hinna kærðu eða sjálf­stæð niðurstaða feng­in um að ekki væri um op­in­bera fjár­söfn­un að ræða. Það byggðist aðeins á neit­un kærðu, þó að op­in­ber­lega hefði eng­in dul verið dreg­in á að um fjár­söfn­un væri að ræða.“

Morgunblaðið segir málið með ólíkindum og sá grunur læðist að leiðarahöfundi að lögreglustjóri hafi fellt niður rannsóknina til að forðast óþægilegan árang frá aðgerðasinnum sem styðja hælisleitendur frá Gasa. Síðan segir:

„Aðeins af form­legri þátt­um máls­ins er ljóst að Höllu Bergþóru lög­reglu­stjóra varð illi­lega á í mess­unni um grund­vall­ar­atriði í starfs­hátt­um lög­reglu. Verra er þó að það virðist hafa verið geðþótta­ákvörðun, hvorki reist á lög­um né mál­efna­leg­um ástæðum. Það hlýt­ur að kalla á til­tal dóms­málaráðherra.“

Morgunblaðið segir að borgarar þurfi að treysta því að lögreglustjóri láti ekkert trufla framgang réttvísinnar og láti ekki lög og reglur víkja fyrir góðum málstað. „Fyr­ir lög­um verða all­ir að vera jafn­ir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025
Fréttir
Í gær

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“