fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Stríð er dýrt – Pútín hækkar skatta

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. júní 2024 07:00

Endar Vladimír Pútín dinglandi í ljósastaur? Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ódýrt að ráðast inn í annað land og því fær rússneskur almenningur að kenna á. Ekki nóg með að rússneskir karlmenn falli í valinn í tugþúsunda tali, þá kemur þetta við pyngju landsmanna.

Árum saman hefur verið ein flöt skattprósenta í Rússlandi en nú verður breyting á. Þingið hefur samþykkt að taka upp nýtt skattkerfi þar sem skattabyrðin þyngist eftir því sem fólk þénar meira.

Ástæðan er einföld  – Það vantar peninga í ríkissjóð til að fjármagna stríðsreksturinn.

Frá 2021 hefur verið 13% flatur tekjuskattur í landinu en þeir sem þéna meira en fimm milljónir rúbla, sem svarar til tæplega 8 milljóna íslenskra króna, greiða þó 15% tekjuskatt.

Með nýja skattkerfinu hækkar skattbyrði þeirra ríkustu upp í 22%. Þetta mun að sögn rússnesku Interfax fréttastofunnar skila ríkissjóði sem svarar til um 4.000 milljarða íslenskra króna í auknum tekjum á næsta ári.

Rússneskir fjölmiðlar hafa ekki nefnt einu orði að peningarnir verði notaðir til að fjármagna stríðsreksturinn en hafa sagt að þeir verði notaðir til samfélagsverkefna, innviða og þróunar rússnesks efnahagslífs.

Vladímír Pútín, forseti, segir að skattahækkunin hafi aðeins áhrif á um 3% landsmanna.

Fyrirtækjaskattur verður einnig hækkaður, fer úr 20% í 25%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fertugur Kópavogsbúi sakaður um grófa áreitni við barn í strætisvagni – „Vildi fara í sturtu með henni og var ógnandi“

Fertugur Kópavogsbúi sakaður um grófa áreitni við barn í strætisvagni – „Vildi fara í sturtu með henni og var ógnandi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“
Fréttir
Í gær

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín
Fréttir
Í gær

Telur ESB-aðild ekki mikilvæga vegna öryggissjónarmiða

Telur ESB-aðild ekki mikilvæga vegna öryggissjónarmiða
Fréttir
Í gær

Fólk passi upp á dýrin í dag – Brennisteinsmengun og gosmóða liggur yfir öllu

Fólk passi upp á dýrin í dag – Brennisteinsmengun og gosmóða liggur yfir öllu
Fréttir
Í gær

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“