fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Losnaði úr fangelsi á feðradaginn, 10 árum eftir skelfilegan dauða sonar síns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Justin Ross Harris, 44 ára karlmaður, er laus úr fangelsi tíu árum eftir að 22 mánaða sonur hans lést á skelfilegan hátt.

Justin var ákærður og síðar dæmdur fyrir að hafa valdið dauða sonar síns, Cooper Harris, þann 18. júní 2014. Justin sagðist hafa gleymt að skutla syni sínum í dagvistun áður en hann hélt til vinnu. Skildi hann drenginn eftir í bílnum í sjö klukkustundir og lést hann af völdum hita og ofþornunar í sumarhitanum í Atlanta.

Justin neitaði sök í málinu en árið 2016 var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Sá dómur var svo ógiltur árið 2022 eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki fengið sanngjörn réttarhöld. Í kjölfarið var svo tilkynnt að ekki yrði réttað yfir honum aftur.

Justin var þó áfram á bak við lás og slá þar sem hann sat af sér dóm fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku.

Justin neitaði sem fyrr segir sök í málinu en saksóknurum tókst engu að síður að sannfæra kviðdómendur um sekt hans. Ýmislegt í hegðun hans benti til þess að hann væri ekki allur þar sem hann var séður og hafði hann til dæmis haldið framhjá eiginkonu sinni ítrekað áður en Cooper lést og sent konum myndir af getnaðarlimi sínum.

Lögmenn hans héldu því fram að meðferð saksóknara á þessum upplýsingum meðan málið var fyrir dómi hafi gert það að verkum að engar líkur væru á að hann fengi sanngjörn réttarhöld. Undir það tók dómari sem fyrr segir og var dómurinn því ógiltur.

Justin var leystur úr haldi á sunnudag, á sjálfan feðradaginn 16. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“