fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Losnaði úr fangelsi á feðradaginn, 10 árum eftir skelfilegan dauða sonar síns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Justin Ross Harris, 44 ára karlmaður, er laus úr fangelsi tíu árum eftir að 22 mánaða sonur hans lést á skelfilegan hátt.

Justin var ákærður og síðar dæmdur fyrir að hafa valdið dauða sonar síns, Cooper Harris, þann 18. júní 2014. Justin sagðist hafa gleymt að skutla syni sínum í dagvistun áður en hann hélt til vinnu. Skildi hann drenginn eftir í bílnum í sjö klukkustundir og lést hann af völdum hita og ofþornunar í sumarhitanum í Atlanta.

Justin neitaði sök í málinu en árið 2016 var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Sá dómur var svo ógiltur árið 2022 eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki fengið sanngjörn réttarhöld. Í kjölfarið var svo tilkynnt að ekki yrði réttað yfir honum aftur.

Justin var þó áfram á bak við lás og slá þar sem hann sat af sér dóm fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku.

Justin neitaði sem fyrr segir sök í málinu en saksóknurum tókst engu að síður að sannfæra kviðdómendur um sekt hans. Ýmislegt í hegðun hans benti til þess að hann væri ekki allur þar sem hann var séður og hafði hann til dæmis haldið framhjá eiginkonu sinni ítrekað áður en Cooper lést og sent konum myndir af getnaðarlimi sínum.

Lögmenn hans héldu því fram að meðferð saksóknara á þessum upplýsingum meðan málið var fyrir dómi hafi gert það að verkum að engar líkur væru á að hann fengi sanngjörn réttarhöld. Undir það tók dómari sem fyrr segir og var dómurinn því ógiltur.

Justin var leystur úr haldi á sunnudag, á sjálfan feðradaginn 16. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið