fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Dularfullur líkfundur skekur vinsælan áfangastað Íslendinga

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 21:58

Frá Alicante

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan rannsakar nú dularfullan líkfund í spænsku stórborginni Alicante, sem er afar vinsæll sumarleyfisstaður Íslendinga. Líkið fannst í úthverfinu La Serreta í vesturhluta borgarinnar en ónafngreindur skokkari hljóp fram á líkið þar sem það hafði verið skilið eftir úti í vegkanti.

Fundurinn vakti mikinn óhug hjá skokkaranum enda hafði líkið verið brennt og rauk enn upp úr því. Þá hafði höfuð sem og útlimir þess verið fjarlægðir. Var líkið svo illa farið að lögreglumenn áttu erfitt með að greina með vissu hvort um var að ræða karl eða konu þó allar líkur séu á því að um karl sé að ræða samkvæmt erlendum fjölmiðlum.

Leit á svæðinu hefur staðið yfir í dag, til að mynda með drónum, í þeirri von að líkamshlutarnir horfnu myndu finnast. Það hefur ekki gengið eftir en dularfull ferðataska fannst skammt frá líkinu en aðeins hefur verið greint frá því að engir líkamshlutar fundust í henni.

Ekki liggur fyrir hver dánarorsök hins látna var en von er á niðurstöðum krufningar. Þá hefur ekki enn verið borið kennsl á líkið og mun það eflaust reynast þrautinni þyngra. Standa vonir til þess að hægt verði að bera kennsl á hinn látna með DNA-rannsókn en einnig hafa lögreglumenn leitað upplýsinga um einstaklinga sem er saknað.

Málið hefur vakið talsverða athygli á Spáni en helsta kenning lögreglu er sú að um óhuggulegt undirheimauppgjör sé að ræða. Hafi ætlun verið sú að senda einhverjum skýr og ógnandi skilaboð hefur það sannarlega tekist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið