fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Hæðst að breska forsætisráðherranum eftir að hann sagðist hafa farið á mis við sjónvarpsáskrift í æsku

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júní 2024 22:30

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, þykir hafa verið nokkuð klaufalegur í framgöngu sinni á opinberum vettvangi að undanförnu. Hann og eiginkona hans, Akdshata Murty, eru talin vera ríkustu hjón sem nokkurn tíma hafa búið í Downingstræti 10, bústað breska forsætisráðherrans.

Þegar Sunak var nýlega spurður að því í sjónvarpsviðtali hvort hann gæti sett sig í spor stritandi almúgans vegna ríkidæmis síns þá hélt hann því fram að henn hefði orðið að neita sér um margt í æsku, til dæmis hafi fjölskyldan aldrei haft efni á áskrift að Sky-sjónvarpsstöðinni.

Þessi ummæli hafa verið tilefni til háðulegra ummæla og umfjöllunar um forsætisráðherrann í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Vitað er að Sunak gekk í dýra einkaskóla í æsku.

Daily Mirror hefur nú birt grein um æskuheimili forsætisráðherrans og upplýst að þar séu sex svefnherbergi og stórt tómstundaherbergi. Ennfremur séu þar svalir á báðum langhliðum hússins. Einnig sé tvöfaldur bílskúr við húsið, sem er staðsett í Southampton. Húsið ber þess ekki merki að þeir sem þar búa eða hafa búið séu fólk sem þarf að neita sér um margt og ströggla í gegnum dagana vegna peningaleysis.

Rishi Sunak hefur boðað til þingkosninga í Bretlandi í kjölfar slæmrar útreiðar Íhaldsflokksins í kosningum til Evrópuþingsins sem fóru fram fyrir skömmu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“