fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Andri Snær spurði hóp 11 ára drengja hvað þeir vildu verða í framtíðinni – Svör þeirra komu honum á óvart

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2024 08:00

Andri Snær Magnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrirlesari, blandar sér í umræðuna um skólakerfið hér á landi og þann vanda sem virðist blasa við drengjum.

Hann skrifaði færslu á Facebook í gær sem vakið hefur talsverða athygli.

„Nú er aftur verið að ræða drengi og skóla og margt sem þarf að gera. Samkvæmt rannsóknum virðist drengjamenning í grunnskólum á Íslandi einkennast af metnaðarleysi og meðalmennsku sem skaðar alveg örugglega þá fáu sem vilja skara framúr í námi,“ segir Andri Snær og bendir á að nýlega hafi verið útskrift í MR þar sem 15 hæstu voru allar stelpur.

„Rót vandans er eflaust ekki einföld, en kannski stendur það í samhengi við skort á góðum fyrirmyndum eða tengingum við vísindasamfélag og atvinnulíf,“ segir Andri sem kveðst eitt sinn hafa spurt hóp af ellefu ára drengjum hvað þeir vildu verða í framtíðinni. Óhætt er að segja að svar þeirra hafi komið honum á óvart.

„Helmingur sagði atvinnumaður í fótbolta, hinir ætluðu að verða youtuberar. Með hverjum æfið þið? spurði ég. Þá voru bara þrír sem æfðu fótbolta. Mér fannst þetta skrítið, ég æfði fótbolta en vissi 100% að ég yrði aldrei atvinnumaður. Enginn sagði arkitekt, pípari, læknir, verkfræðingur,“ segir hann og bætir við innan sviga að youtúberar og atvinnumenn í fótbolta séu flestir glataðar eða óraunhæfar fyrirmyndir.

„Þetta var bara eitt dæmi – ekki alhæfing um kynslóð en mér fannst eitthvað lýsandi í þessu. Eitt flottasta verkefnið sem ég hef séð á samanlagðri grunnskólagöngu barna minna er Legó vélmennakeppnin sem Háskóli Íslands stendur fyrir (Hún heitir reyndar erlendu nafni og því nota ég það ekki.)“

Andri nefnir að keppnin sé annars vegar forritunarkeppni, að láta Lego-vélmenni leysa þraut á stóra sviðinu í Háskólabíó, og hins vegar að leysa samfélagslegt vandamál og kynna lausnina í hliðarsal.

„Verkefnin voru allt frá Sláturhúsi á Hornafirði til lausnar á CO2 vandanum. Allur bekkurinn þarf að vinna saman og skipa sér í hlutverk og þetta varð lykill að góðum bekkjaranda næstu árin. Grunnskólarnir hafa Skrekk, þar sem listrænu krakkarnir skína, þeir hafa skólahreysti og íþróttafélögin þar sem íþróttakrakkar skína og Stóra upplestrarkeppnin er mikilvæg en Legókeppnin er dæmigerður vettvangur fyrir vísindalega þenkjandi og handlagna nemendur og kannski er keppnin ,,strákalegri” en Skrekkur. Bekkurinn græðir á því að einhver sé ,,klár”, tæknifær eða með verkvit (í stað þess að leggja proffann og nördinn í einelti).“

Andri segir að áhugasamir foreldrar hafi þjálfað bekkinn og þarna hafi margir skólar verið af landsbyggðinni, en það hafi komið honum á óvart að aðeins tveir bekkir í Reykjavík hafi tekið þátt í þessari tilteknu keppni árið 2019.

„Ég man þegar dóttir mín hljóp i skólann á sunnudegi á æfingu að ég hugsaði. ,,Hún veit ekki að hún er að læra”. Við höfum nokkuð sterka íþrótta og listmenningu en eigum kannski lengra í land á þessu sviði. Ég held að ,,svarið” við veseni á strákunum sé ekki að skrifa fleiri bækur um fótbolta, (ofuráhersla á bolta og óhóflegt gláp feðra mætti jafnvel rannsaka sem hluta af vandamálinu). Allavega, skólafólk mætti skoða þessa keppni fyrir næsta ár, það er mikilvægt að stækka heimsmynd krakkanna með verkefnum að þessu tagi eða útskýra af hverju þeir kjósa að taka ekki þátt.“

Fjölmargir hafa deilt færslu Andra Snæs og þá hafa margir lagt orð í belg undir færslunni sem má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum

Kona réðst á pizzasendil og stal af honum símanum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar