fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. maí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar fyrir skömmu var tekin fyrir beiðni körfuknattleiksdeildar UMFN um fjárhagsstuðning. Kemur fram í fundargerð að deildin stríðir við mikla fjárhagserfðleika og hefur aðalstjórn UMFN orðið að hlaupa undir bagga með deildinni. Beiðni um fjárstuðning var engu að síður hafnað en í fundargerð segir:

„Hámundur Örn Helgason framkvæmda- og íþróttastjóri UMFN og Ágústa Guðmarsdóttir fjármálastjóri UMFN fylgdu úr hlaði erindi körfuknattleiksdeildar UMFN.

Þau gerðu grein fyrir fjárhagstöðu körfuknattleiksdeildar sem er afar erfið og hefur aðalstjórn UMFN þurft að lána deildinni fé á undanförnum mánuðum.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir áhyggjur félagsins en getur ekki orðið við erindinu sökum þess að það er ekki á fjárhagsáætlun ráðsins.

Íþrótta- og tómstundaráð vísar erindinu í bæjarráð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga