fbpx
Föstudagur 11.október 2024
Fréttir

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2024 20:15

Hver tekur við lyklavöldum á Bessastöðum í byrjun ágúst?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kappræður þeirra sex forsetaframbjóðenda sem eru efstir í skoðanakönnunum standa yfir á Stöð 2. Þar hefur verið rætt um ýmislegt. Heimir Már Pétursson vísaði meðal annars til umræðna um heimsóknir Baldurs Þórhallssonar á klúbba fyrir samkynhneigða á hans yngri árum og dreifinga á myndum sem teknar voru við þau tækifæri. Heimir spurði hina frambjóðendurna hvort þeir ættu sér ekki sögu um heimsóknir á skemmtistaði þar sem kannski eitthvað djarft hefði átt sér stað. Játuðu allir frambjóðendurnir fúslega að hafa stundað skemmtanalífið á sínum yngri árum þótt þeir færu ekki út í nein smáatriði. Voru frambjóðendurnir sammála að umræða af þessu tagi skilaði engu og væru þeim sem tækju þátt í henni ekki sæmandi.

Jón Gnarr hefur áður verið hreinskilinn um þátttöku sína í skemmtanalífinu og neyslu á vímuefnum. Í kappræðunum sagði hann frá því að hann hefði eitt sinn heimsótt þekktan kabarett-stað samkynhneigðra í New York og verið meðal annars dregin upp á svið. Hann segðist geta sagt margar sögur af því sem hann hefði gert af sér.

Arnar Þór Jónsson sagðist hafa heimsótt allls kyns bari og skemmtistaði á sínum yngri árum með félögum sínum en lýsti því ekki nánar. Hann væri ekki með englavængi á bakinu. Arnar Þór kallaði eftir því að kosningabaráttan yrði málefnaleg og beindist ekki að einkalífi frambjóðenda.

Halla Tómasdóttir játaði hvorki því né neitaði að hafa heimsótt skemmtistaði á yngri árum en sagði þessa umræðu ekki síst eins og hún birtist á samfélagsmiðlum vera dæmi um að viðkomandi líði hreinlega illa. Það væri áhyggjuefni að reyna að fella fólk fyrir að gera það sem væri eðlilegt.

„Höfum við ekki öll verið að djamma“

Nafna hennar Halla Hrund Logadóttir tók undir þetta. Hún eins og aðrir hafi heimsótt skemmtistaði og haft gaman af. Umræðan hefði breyst með tilkomu samfélagsmiðla. Þau sem gagnrýni frambjóðendur fyrir að hafa tekið þátt í skemmtanalífinu glími líklega við vanlíðan.

Katrín Jakobsdóttir spurði einfaldlega „höfum við ekki öll verið að djamma“. Hún játaði það fúslega að hafa „djammað“ á sínu yngri árum en það sé langt síðan hún hafi gert það.

Þessari spurningu var eins og áður segir ekki beint til Baldurs Þórhallssonar en hann sagði í kappræðunum að hann vonaðist til þess að framboð sitt, hvort sem hann ynni eða tapaði, yrði til þess að næsti samkynhneigði forsetaframbjóðandi yrði ekki spurður að því hvort hommi gæti verið forseti eins og raunin hafi verið með hann. Sagði Baldur þetta sambærilegt við reynslu Vigdísar Finnbogadóttur sem hefði verið spurð 1980 hvort kona gæti verið forseti. Árangur framboðs hennar sé sá að í þessum forsetaskosningum séu kvenkyns frambjóðendur ekki spurðir að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mikill þungi barnaverndarmála í Mosfellsbæ

Mikill þungi barnaverndarmála í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur við að vera sakaður um forréttindablindu – Hart tekist á um eldfima bók Rúnars Helga

Ósáttur við að vera sakaður um forréttindablindu – Hart tekist á um eldfima bók Rúnars Helga
Fréttir
Í gær

Han Kang fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum

Han Kang fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum
Fréttir
Í gær

Kókaínmál frá Íslandi veldur usla í litháískum stjórnmálum – Umdeildur athafnamaður sem hlaut dóm hérlendis gæti endað á þingi

Kókaínmál frá Íslandi veldur usla í litháískum stjórnmálum – Umdeildur athafnamaður sem hlaut dóm hérlendis gæti endað á þingi