fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Styttist í beint flug til Kína: „Líklegustu borgirnar eru Shanghai eða Peking til að byrja með“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2024 08:30

Svo gæti farið að beint flug á milli Kína og Íslands verði að veruleika innan 3-5 ára. He Rulong er sendiherra Kína hér á landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auknar líkur virðast vera á því að komið verði á beinu flugi á milli Íslands og Kína á næstu misserum. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að raunhæft sé að beint flug verði orðið að veruleika innan þriggja til fimm ára.

Morgunblaðið fjallar um þetta en sendiherra Kína hér á landi, He Rulong, sagði á hádegisverðarfundi með Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu á dögunum að hann hefði fundað með Guðmundi Daða um málið.

Guðmundur segir að Isavia sé að hefja samtalið við kínverska sendiráðið um málið. Ekki sé eingöngu horft til kínverskra ferðamanna heldur einnig þeirra verðmæta sem beint flug til Kína getur skapað fyrir íslenskt atvinnulíf, til dæmis með útflutningi.

„Samtalið er að byrja og við teljum að það sé þriggja til fimm ára verkefni að fá beint flug,“ segir hann.

Guðmundur segir að Isavia hafi hitt fulltrúa níu flugfélaga í Asíu, þar af sex frá Kína, á síðustu tólf mánuðum. Enn eigi eftir að koma í ljós hvaða flugfélög hafi mestan áhuga. „Við teljum að líklegustu borgirnar séu Shanghai eða Peking til að byrja með.“

Það tekur drjúga stund að fljúga til Kína og bendir Guðmundur á að flugtími frá Keflavík til Peking sé 9 klukkustundir og 55 mínútur. Ein hugmyndin sé að flogið verði hingað frá byrjun september og fram í apríl sem gæti hentað vel fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu