fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef heyrt frá fjölda fólks sem er svo mis­boðið að það hef­ur sagt upp áskrift sinni til allt að sex ára­tuga,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda, í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Vilborg gagnrýnir þar þá ákvörðun Morgunblaðsins að efna til opinna umræðufunda á landsbyggðinni með þeim frambjóðendum sem náð hafa yfir tíu prósenta fylgi í skoðanakönnunum.

Fyrsti fundurinn var haldinn á Ísafirði með Jóni Gnarr í lok apríl, svo var ferðinni heitið til Egilsstaða þar sem Halla Hrund Logadóttir var aðalgesturinn og á morgun verður fundur með Baldri Þórhallssyni á Selfossi. Þann 20. maí verður svo síðasti fundurinn á Akureyri með Katrínu Jakobsdóttur.

Í grein sinni bendir Vilborg á að enn séu nokkrar vikur þar til gengið verður til kosninga og fylgi frambjóðenda langt í frá orðið ljóst.

„Engu að síður hef­ur hjá Morg­un­blaðinu verið tek­in sú „lýðræðis­lega“ ákvörðun að veðja aðeins á fjóra fram­bjóðend­ur af tólf. Aug­lýst hef­ur verið her­ferð með út­völd­um fram­bjóðend­um þar sem Morg­un­blaðið efn­ir til funda um lands­byggðina með til­heyr­andi um­fjöll­un og myndbirtingum í kjöl­farið,“ segir Vilborg sem segir Morgunblaðið hafa farið áratugi til baka þegar kemur að því að stjórna umræðunni og það fyrir kosningar.

Vilborg virðist hafa nokkuð til síns máls því samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið er fylgi frambjóðenda á fleygiferð. Halla Tómasdóttir hefur sem dæmi tvöfaldað fylgi sitt og er með 12,5% fylgi samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtist í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“