fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Ekki í bílbelti og í símanum rétt áður en hann dó í bílslysi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 10:37

Vettvangur slyssins á Þrenglsavegi í fyrrasumar. Mynd: Rannsóknarnefnd samgönguslysa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er líklegt að skert athygli ökumanns vegna farsímanotkunar hafi verið meginorsök banaslyss sem varð á Þrengslavegi þann 13. júlí í fyrrasumar. Slysið varð skammt sunnan við malarnámu í Þrengslum og fór bifreiðin út af veginum og valt nokkrar veltur.

Ökumaðurinn, sem var 18 ára, var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist út úr bifreiðinni í slysinu. Hann lést skömmu eftir komuna á sjúkrahús. Reiknaður ökuhraði bifreiðarinnar, 2004 árgerð af Toyota Yaris, þegar slysið varð var 142 kílómetrar á klukkustund.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur nú birt skýrslu um slysið en þar kemur fram að ökumaður hafi verið að nota farsíma rétt áður en slysið varð.

Átján ára ökumaður lést í umferðarslysi á Suðurlandi

„Á um 16 mínútna tímabili, fyrir slysið, sendi ökumaður nokkur skilaboð úr símanum, þar af eitt myndskeið sem tekið var upp á farsímann við aksturinn og tvær ljósmyndir. Um 21 sekúndu fyrir sjálfvirkt símtal farsímans í Neyðarlínu (112) kl. 08:38:46 bárust ökumanni margmiðlunarskilaboð í farsímann. Farsímar af þessari gerð hringja sjálfkrafa í Neyðarlínu 20 sekúndum eftir að hann skynjar högg sem kann að gefa til kynna slys. Líklegt er að ökumaðurinn hafi ekki verið með nægjanlega athygli við aksturinn þegar slysið varð,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar.

Bent er á það að nýlegt malbik hafi verið á yfirborði vegarins en hvorki hafði verið lokið við að merkja kantlínur á veginn né höfðu verið fræstar rifflur til hliðar. Þannig var ekki búið að afmarka breidd akbrautar eða vegaxlir. Kemur fram í skýrslunni að sennilegt sé að rifflur til hliðar við akreinina hefðu vakið athygli ökumanns áður en bifreiðin fór út fyrir bundna slitlagið.

Meginorsök slyssins, að mati rannsóknarnefndar samgönguslysa, er sú að ökumaðurinn hafði notað farsímann talsvert skömmu fyrir slysið til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. Þá er nefnt að hraðakstur, að rifflur vantaði í vegkant og sú staðreynd að ökumaðurinn var ekki í bílbelti hafi einnig verið orsakaþættir í banaslysinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“