fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 12:00

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn landsþekkti fjölmiðlamaður Egill Helgason veltir fyrir sér á Facebook-síðu sinni hvort það þyrfti ekki að vera lexía fyrir Íslendinga að leggja minni áherslu á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og segir að margt sé að gerast í íslensku tónlistarlífi sem sé framar þeirri tónlist sem keppnin bjóði upp á. Þessar hugleiðingar Egils fylgja í kjölfar þess að mikið gekk á í íslensku undankeppninni og í aðdraganda keppninnar ekki síst vegna þátttöku Ísrael og þegar í keppnina sjálfa í Malmö var komið voru róstur ekki síður minni.

Egill skrifar:

„Mætti ekki vera lexía fyrir Íslendinga að eyða ekki svona miklu púðri í Evróvisjón? Það er svo margt að gerast hérna í músíkinni sem er þessu svo miklu fremra. Nefni sem dæmi að GDRN fyllti Hörpu sama kvöld og keppnin var.“

Egill minnist einnig í færslunni á svokallað Jazzþorp sem fram fór í Garðabæ um helgina en það er árleg jazzhátíð á vegum menningar og safnanefndar Garðabæjar.

Í framhaldi af hugleiðingum Egils má velta því fyrir sér hvort að komið sé að tímamótum í tæplega 40 ára löngu ástarsambandi íslensku þjóðarinnar við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Áhorf og áhugi á keppninni í ár virðist hafa verið mun minni meðal Íslendinga en oftast áður. Ástæðan er einkum sögð vera þátttaka Ísrael í keppninni en eins og flestir vita var uppi hávær krafa um að Ísland tæki ekki þátt en þegar sú krafa náði ekki fram að ganga tilkynntu margir að þeir hyggðust hunsa keppnina. Einnig var greint frá því að aldrei þessu vant hefði RÚV gengið illa að selja auglýsingar til að birta á meðan keppninni stóð um helgina. Þar með var keppnin sem margir Íslendingar hafa elskað, ekki allir þó, komin með neikvæðan stimpil á sig sem mörg fyrirtæki vildu forðast að tengja sig við.

Í Malmö gekk síðan mikið á, meðal annars var þátttöku Ísraels mótmælt hástöfum og Hollandi var vísað úr keppni.

Hvort samband íslensku þjóðarinnar við keppnina, sem hefur verið svo stór hluti af íslenskri menningu síðan 1986, hefur tekið varanlegum breytingum getur hins vegar tíminn einn leitt í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT