fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. maí 2024 21:00

Þarna bakvið voru skrímslin. Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þriggja ára dóttir Ashley Cass byrjaði að tala um „skrímsli í herberginu sínu“ þá var Ashley ekki mikið að stressa sig á því og taldi að um ímyndun væri að ræða. Það reyndist þó nokkuð til í þessu hjá hinni ungu dóttur, sem kom þó aðeins í ljós þegar veggurinn var opnaður.

Fjallað er um málið á vef breska ríkissjónvarpsins, BBC, en Ashley og fjölskylda hennar búa í borginni Charlotte í Norður Karólínu fylki í Bandaríkjunum.

Átta mánuðum áður en veggurinn var opnaður byrjaði dóttir Ashley að tala um skrímslin sem hún heyrði í í herberginu sínu. Taldi Ashley að ímyndunaraflið væri að stríða henni og hún væri kannski að fá hugmyndir frá Pixar myndinni Monster´s, inc.

Lét hún dóttur sína fá vatnsbrúsa sem hún sagði að væri „skrímslasprey“ sem hún gæti fælt skrímslin í burtu með. Þetta hætti hins vegar ekki og dóttirin hélt áfram að tala um þetta.

Sveimur við strompinn

Um átta mánuðum eftir að dóttirin ljáði máls á þessu tók Ashley eftir því að heilu sveimarnir af býflugum voru á flugi í kringum strompinn á húsinu þeirra. Hringdi hún í meindýraeyði sem kom og fann ástæðuna fyrir þessu. Tugþúsundir býflugna voru inni í veggnum hjá dótturinni.

Ashley var ekki skemmt.

Ashley lýsti þessu á TikTok síðu sinni. „Þegar dóttir þín hefur verið að heyra í skrímslum í herberginu sínu þá reyndust þau vera 50 þúsund býflugur suðandi,“ sagði hún í færslu.

43 kíló

Býflugnabúið og hunangið sem býflugurnar höfðu framleitt reyndist vera engin smásmíð. Vó það meira en 43 kíló. Talið er að býflugurnar hafi komist inn í gegnum strompinn og þaðan inn í vegginn í gegnum göt á hitalögnum. En býflugnabúið í veggnum hjá dótturinni var ekki það eina. Annað bú fannst innan í öðrum vegg hússins.

Dóttirin skoðar skrímslin.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég fjarlægi býflugnabú sem nær alveg frá gólfi að lofti,“ sagði Curtis Collins, meindýraeyðirinn sem kom á staðinn.

Þessi uppgötvun var ekki aðeins skelfileg fyrir Ashley og fjölskyldu hennar. Hún kostaði einnig sitt. Í samtali við BBC sagði hún að tryggingarnar myndu ekki borga fyrir þetta. Hún yrði að reiða fram um 20 þúsund dollara úr eigin vasa. En það er hátt í 3 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga