fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. maí 2024 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Sameykis, Þórarinn Eyfjörð, er sakaður um ógnarstjórn í úttekt sálfræðistofunnar Lífs og sálar sem var falið að gera úttekt á skrifstofu félagsins eftir að starfsánægja fékk falleinkunn. Formanninum er lýst sem kröfuhörðum stjórnanda með stjórnendastíl sem jaðri við ógnarstjórn. Heimildin hefur fengið skýrsluna í hendur, en leynd hefur hingað til hvílt yfir niðurstöðum úttektarinnar.

Það var um miðjan desember sem Vísir greindi frá mikilli óánægju á skrifstofu stéttarfélagsins. Óánægjan kom í ljós í niðurstöðu könnunarinnar Stofnun ársins. Í kjölfarið var leitað til Lífs og sálar eftir úttekt og voru niðurstöður kynntar starfsfólki og stjórn í desember. Hvorki félagsmenn né blaðamenn hafa þó fengið skýrsluna afhenta þegar eftir því hefur verið leitað. Ekki fyrr en nú, en Heimildin hefur skýrsluna nú undir höndum og hefur leitað viðbragða Þórarins við henni.

Þar lýsir tæplega helmingur starfsfólks vanlíðan í vinnu. Fyrir ástandinu eru nefndar fjölmargar samverkandi ástæður en meðal annars megi rekja óánægju til Þórarins. Skýrslan nefnir að slæmir samskiptahættir, stjórnunaraðferðir og gamaldags karllæg viðhorf hafi stuðlað að ósætti, og þar komi formaðurinn mikið við sögu.

Starfsfólk tekur þó fram að Þórarinn sé vel máli farinn og metnaðarfullur. Hann eigi þó til að vera mjög hvass og setja óraunhæfar kröfur. Er Þórarinn í skýrsluni hvattur til að taka gagnrýnina til sín og nýta til að bæta stjórnundarstíl. Eins er hann hvattur til að hlusta betur á starfsfólk og sýna meiri auðmýkt.

Sérstaklega eru viðbrögð Þórarins við tilteknu máli talin ámælisverð. Þá hafi starfsfólk viljað kjósa sér trúnaðarmann en Þórarinn tekið illa í þær hugmyndir. Þegar starfsfólk kaus sér engu að síður trúnaðarmann hafi formanninum brugðið og hann svo reiðst.

Þórarinn sagði í svörum til Heimildarinnar að lýsingar á meintri ógnarstjórn séu ekki nákvæmar. Hann telur sig ekki hafa fengið yfir neinn en taki þó mark á gagnrýninni. Í baráttu stéttarfélags sé ekki óþekkt að formen séu með hvassan tón.

Nánar má lesa um skýrsluna og viðbrögð Þórarins í frétt Heimildarinnar.

Vísir leitaði eins viðbragða Þórarins. Þar gekkst hann við því að hann hafi á köflum gengið of hart fram. Starfshópur skrifstofunnar hafi þó unnið þétt saman til að bæta starfsánægjuna og öflugt umbótastarf hefur gengið vel. Niðurstöður reglulegra starfsánægjumælinga sýni að skrifstofan sé á réttri leið. Í dag sé andinn mjög góður, starfsfólk standi þétt saman og horfi til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga