fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2024 07:00

Frá gosstöðvunum. Mynd: Veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fordæmalaus staða er uppi á gosstöðvunum á Reykjanesi því land rís við Svartsengi þrátt fyrir að eldgos standi yfir við Sundhnúkagígaröðina. Óvíst er hvert þetta stefnir en Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, telur að forsendur séu til staðar fyrir tveimur gosum á sama tíma því þetta sé í fyrsta sinn sem land rís á meðan gos stendur yfir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Páli að þróunin bendi til að kvikukerfið líti ekki alveg út eins og sérfræðingar hafa talið fram að þessu. „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona. Það er engin reynsla til að byggja á um hvað þetta kann að þýða upp á framtíðina,“ er haft eftir honum. Hann sagði einnig að hegðun af þessu tagi í rótum jarðar, hafi aldrei sést áður, hvorki hér á landi né erlendis.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki telja miklar líkur á tveimur gosum í einu, líklegra sé að það bæti í styrk yfirstandandi goss. „Við getum ekkert útilokað hinn möguleikann en mér þykir það nú líklegt miðað við það að kvika leitar yfirleitt eftir auðveldustu leiðum til yfirborðs. Hún reynir yfirleitt ekki að finna flóknar og erfiðar leiðir,“ sagði Þorvaldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Svona lítur veðurspáin út fyrir næstu daga – Dregur til tíðinda á föstudag

Svona lítur veðurspáin út fyrir næstu daga – Dregur til tíðinda á föstudag
Fréttir
Í gær

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband
Fréttir
Í gær

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“