fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Magnús Jóhannesson læknir segir að hún sé ótrúleg þráhyggjan í „virkum í athugasemdum“ þegar kemur að umræðunni um bóluefni. Jón Magnús, sem er stjórnandi Facebook-hópsins Vísindi í íslenskum fjölmiðlum, deildi í gær viðtali Vísis við Sigríði Elínu Ásgeirsdóttur sem hefur glímt við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Tók líf hennar kollsteypu eftir að hafa farið í tvær bólusetningar og fengið þrjú Covid-smit.

Sigríður þáði tvisvar bólusetningu gegn COVID-19 um mitt ár 2021 og var fyrri bólusetningin með Janssen-bóluefninu. Í kjölfarið fór hún að finna fyrir ýmsum einkennum, til dæmis hækkaði hvíldarpúlsinn og upplifði hún sífellt verri árangur af æfingum. Líðan hennar hélt áfram að versna eftir að hafa fengið seinni sprautuna með bóluefni Pfizer í ágúst 2021.

Þurfti að fara í sturtu eftir að hafa farið í sturtu

„Mæðin versnaði mikið, ég gat lítið sem ekkert gengið án þess að það hvæsti þegar ég andaði og ég svitnaði fáránlega mikið. Eftir morgunsturtuna þurfti ég að fara aftur í sturtu því ég svitnaði hræðilega við að þurrka mér og hárið varð aftur „blautt“. Ég vann á þriðju hæð í lyftulausu húsi á þessum tíma og komst aldrei upp stigana í einni tilraun og svitnaði rosalega á leiðinni upp,“ sagði hún í viðtalinu við Vísi sem birtist í gærmorgun.

Bætti Sigríður því við í viðtalinu að talið sé að fyrri bólusetningin hafi leitt ti þess að hún þróaði með sér svokallað POTS-heilkenni sem veldur því að hjartsláttur eykst við það að setjast eða standa upp. Sagði í frétt Vísis að erlendar rannsóknir hafi sýnt fram á tengsl á milli Covid-bólusetninga og POTS.

Í viðtalinu kallaði Sigríður eftir viðhorfsbreytingu innan heilbrigðiskerfisins og kveðst hún vilja vekja athygli á stöðu þeirra sem glíma við langvarandi afleiðingar COVID.

Miklar umræður fóru fram á Facebook um viðtalið og hafa hátt í 200 athugasemdir við skrifaðar undir frétt Vísis á Facebook. Margar þeirra eru mjög neikvæðar í garð bóluefna gegn COVID-19. „Þetta er sprautuskaði og hún á rétt á bótum frá ríkinu,“ segir til dæmis í einni athugasemd og í annarri stendur: „Hún er með bólusetningarskaða eins og fjöldi annarra!!“

Einhliða þráhyggja

Jón Magnús gerði þessa umræðu að umtalsefni í fyrrnefndum Facebook-hópi þar sem hann sagði meðal annars:

„Það er mikilvægt að benda á að þó bóluefnin við COVID-19 séu með mjög góðan öryggisprófíl og virka vel, þá geta þau í sjaldgæfum tilfellum valdið aukaverkunum; gjarnan eru aukaverkanirnar líkar afleiðingum COVID-19 nema sjaldgæfari. Þar má til dæmis nefna long COVID, sem í þessu dæmi hér virðist hafa byrjað að þróast eftir fyrsta bóluefnaskammt.“

Jón Magnús segir að auðvitað beri að undirstrika að COVID-19 valdi long-covid mun, mun oftar en bóluefnin gera.

„Nýlegri rannsóknir sýna raunar að bóluefnin minnka líkur á long COVID eftir COVID-19 og geta stundum bætt einkennin ef þau eru til staðar. Því miður sjáum við í sjaldgæfari tilfellum að því getur verið öfugt farið. Það er hins vegar ótrúleg þráhyggjan í þessum “virku í athugasemdum” sem blindir kenna bólusetningum um allt sem úrskeiðis fer. Þessi einhliða þráhyggja er enn einn erfiðleikinn sem einstaklingar með long COVID þurfa því miður að glíma við.“

Jón Magnús segir að það sé enginn munur á andstæðingum COVID-19 bólusetninganna og almennra andstæðinga bólusetninga.

„Sama vitleysan liggur að baki og sama mistúlkunin á vísindum. Öll bóluefni geta valdið alvarlegum aukaverkunum í mjög sjaldgæfum tilfellum – það ber að greina þau tilfelli og hlusta á þá sem verða fyrir þeim. Það breytir því ekki að bóluefnin við COVID-19 eru aðalorsökin fyrir því að sjúkdómurinn er ekki lengur sá skaðvaldur sem hann áður var.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT