fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Háskóladagurinn er í dag

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2024 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskóli Íslands býður öllum áhugasömum að heimsækja háskólasvæðið á Háskóladaginn 2024 sem fram fer 2. mars milli klukkan 12 og 15. Þar verður hægt að kynna sér yfir 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi sem í boði eru innan háskólans. Auk námskynninga verða kynningar á fjölbreyttri starfsemi og þjónustu sem stúdentum í námi við Háskóla Íslands stendur til boða. Auk þess verður Háskólinn í Reykjavík með námskynningu í eigin húsakynnum við Öskjuhlíð og Listaháskóli Íslands í eigin húsakynnum á Laugarnesvegi.

Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla á landinu og er ómissandi fyrir mörg sem hyggja á háskólanám enda frábært tækifæri til að spjalla við vísindamenn, kennara og nemendur um allt sem viðkemur mögulegu námi í framtíðinni. Öll áhugasöm eru hvött til að mæta og kynna sér námsframboð og þjónustu háskólanna.

Námskynningar á vegum einstakra fræðasviða Háskóla Íslands fara fram í fjórum byggingum háskólans: Grósku, Öskju, Háskólatorgi og Aðalbyggingu:

  • Félagsvísindasvið: Háskólatorg, 2. hæð
  • Heilbrigðisvísindasvið: Gróska
  • Hugvísindasvið: Aðalbygging, 2. hæð
  • Menntavísindasvið: Háskólatorg, 2. hæð
  • Verkfræði- og náttúruvísindasvið: Askja

Hægt er að sjá kort af háskólasvæðinu og leita að einstökum námsleiðum í leitarvél á vef HÍ.

Kynningar á þjónustu HÍ og öðrum háskólum

Fulltrúar frá Nemendaráðgjöf, Alþjóðasviði og Nemendaskrá verða á staðnum á 2. annarri hæð Háskólatorgs til að veita aðstoð og upplýsingar um þá fjölbreyttu þjónustu sem nemendum Háskóla Íslands stendur til boða. Einnig verða þar fulltrúar frá Stúdentaráði sem geta svarað spurningum um réttindamál stúdenta og öflugt félagslíf skólans. Jafnframt veita fulltrúar Félagsstofnunar stúdenta upplýsingar um Stúdentagarða, Leikskóla stúdenta og aðra þjónustu.

Sem fyrr segir er Háskóladagurinn samstarfsverkefni allra háskólanna á landinu og Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri verða með námskynningar á 1. hæð á Háskólatorgi. Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands verða einnig á 1. hæð á Háskólatorgi. Auk þess verður HR með námskynningu í eigin húsakynnum við Öskjuhlíð og LHÍ í eigin húsakynnum á Laugarnesvegi.

Nánari upplýsingar um Háskóladaginn í Háskóla Íslands má finna á vef HÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Talaði Trump af sér?