fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
Fréttir

Var rúmlega 300 kíló en svona lítur hann út í dag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Bandaríkjamaðurinn Wess Schulze skráði sig til leiks í raunveruleikaþáttunum My 600-lb Life vó hann 320 kíló.

Um er að ræða þætti sem segja frá baráttu venjulegs fólks við aukakílóin en þátttakendur eru yfirleitt að minnsta kosti 270 kíló þegar þeir hefja vegferð sína í átt að léttara lífi.

Óhætt er að segja að líf Schulze hafi tekið stakkaskiptum síðan þá en hann tók þátt í 11. þáttaröðinni sem sýnd var í fyrra. Óhætt er að segja að Schulze hafi tekið verkefnið alvarlega því hann er búinn að léttast um 180 kíló frá því hann var hvað þyngstur.

Daily Star segir frá stöðu mála hjá Schulz en hann léttist um rétt rúm hundrað kíló meðan á tökum stóð. Hann hefur haldið uppteknum hætti og lést um 80 kíló til viðbótar. Hefur þetta meira að segja gert það að verkum að hann getur nú spennt á sig bílbelti þegar hann fer á flakk.

Schulze sýndi fylgjendum sínum á Instagram breytingarnar sem hafa orðið á líkama hans undanfarin misseri. Eins og gefur að skilja er mikil umframhúð á líkama hans og leiddi hann fylgjendur sína í allan sannleikann um stöðu mála.

Hann segist ekki vera hættur og enn sé langur vegur fyrir höndum. „En þetta er eitthvað sem ég get gert. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa ykkur öll með mér í þessari vegferð,“ sagði hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Wess Schulze (@my600lblifewess)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Flugvél nauðlenti á Suðurlandsvegi í gærkvöldi

Flugvél nauðlenti á Suðurlandsvegi í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að samningaviðræður Trump við Pútín þýði að Evrópa þurfi að undirbúa sig undir stríð

Segja að samningaviðræður Trump við Pútín þýði að Evrópa þurfi að undirbúa sig undir stríð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fær að skila 20 ára gömlum óökuhæfum jeppa

Fær að skila 20 ára gömlum óökuhæfum jeppa
Fréttir
Í gær

Halla lætur sérhagsmunaöflin finna fyrir því – Leigan fór úr 260 þúsund krónum í 430 þúsund

Halla lætur sérhagsmunaöflin finna fyrir því – Leigan fór úr 260 þúsund krónum í 430 þúsund
Fréttir
Í gær

Rottur á ferli í Grafarvogi – Hafa sést klifra upp veggi fjölbýlishúsa

Rottur á ferli í Grafarvogi – Hafa sést klifra upp veggi fjölbýlishúsa
Fréttir
Í gær

Sindri undrast hörku yfirvalda í garð Oscars – „Þá er þetta bara skrýtið“

Sindri undrast hörku yfirvalda í garð Oscars – „Þá er þetta bara skrýtið“