fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Dökk spá sérfræðings – Rússar gætu ráðist á Evrópu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 08:00

Hvernig endar þetta hjá Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki hægt að útiloka að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, muni reyna að ráðast á eitt eða fleiri Evrópuríki. Hugsanlega mun hann ráðast á Eystrasaltsríkin eða norrænt ríki sem á landamæri að Rússlandi.

Þetta er mat Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðings við danska varnarmálaskólann. Í samtali við Ekstra Bladet sagðist hann vel geta séð fyrir sér að Pútín ráðist á Eystrasaltsríkin eða norrænt ríki sem á landamæri að Rússlandi. Þetta muni þeir gera til að láta reyna á 5. grein NATO-sáttmálans en hún kveður á um að árás á eitt NATO-ríki jafngildi árás á þau öll.

Nielsen sagði að það sé mjög góð ástæða fyrir Pútín að gera þetta því nú sé ekki samstaða á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Óvissa sé uppi um hvort Bandaríkin muni koma Evrópu til varnar.

Hann benti á að forgangsverkefni Rússa í utanríkismálum sé að NATO leysist upp. Þá losni þeir við höfuðandstæðing sinn og geti þá hegðað sér eins og evrópskt stórveldi. „Slík árás, ef Bandaríkin styðja Evrópu ekki, gæti verið það sem myndi valda upplausn NATO,“ sagði Nielsen.

Þetta þýðir auðvitað að það mun ekki duga Pútín að ráðast á Úkraínu. Ef Rússar vilja verða stórveldi, þá verður NATO að byrja að klofna og það telur Nielsen að gerist ef Bandaríkin sýna ekki að þau styðji Evrópu. Með því að gera árás, eins og fyrr er nefnt, þá geta Rússar látið reyna á hversu trúir Bandaríkjamenn eru bandalagsþjóðum sínum í NATO. „Ef þetta hefur þau áhrif að þeir fara í stríð við eitthvað land og Bandaríkjamenn koma ekki til aðstoðar, þá gerist það í grófum dráttum að NATO leysist upp,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt