fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Musk er sannfærður um að Rússland sigri í stríðinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt maður sé sterkefnaður, einn af ríkustu mönnum heims, þá þarf maður svo sem ekki að hafa skoðanir á öllum og öllu. En minnisblaðið með þessum upplýsingum hefur greinilega farið framhjá Elon Musk, eiganda SpaceX, samfélagsmiðilsins X og Tesla.

Á mánudaginn ræddi hann málin við þingmennina Ron Johnson, J.D. Vance og Mike Lee (sem eru allir Repúblikanar) um stríðið í Úkraínu. Fór umræðan fram á X Spaces sem er spjallsvæði á samfélagsmiðlinum X.

Musk fór ekki leynt með að hann telur engar líkur á að Rússar, undir forystu Vladímír Pútíns, tapi stríðinu í Úkraínu. „Þeir sem trúa öðru, lifa í draumaheimi,“ sagði hann.

Ummælin féllu í tengslum við umræðu um nýjan stuðningspakka við Úkraínu sem öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti nýlega. Hann kveður á um stuðning upp á sem svarar til um 8.500 milljarða íslenskra króna til Úkraínu auk stuðnings við Taívan, Ísrael og Gasa.

„Þessir peningar hjálpa Úkraínu ekki, því það kemur Úkraínu ekki að gagni ef stríðið dregst á langinn,“ sagði Musk og bætti við að tryggja verði að fulltrúadeild þingsins samþykki pakkann ekki þegar hún greiðir atkvæði um hann.

Hann er sannfærður um að Pútín muni aldrei kalla hersveitir sínar heim frá Úkraínu því það þýði einfaldlega að þá séu dagar Pútíns taldir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla þarf að ná tali af þessum manni

Lögregla þarf að ná tali af þessum manni
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Íbúi á Skyggnisbraut áhyggjufullur: „Hún þorir ekki að fara ein af ótta við þessa menn“

Íbúi á Skyggnisbraut áhyggjufullur: „Hún þorir ekki að fara ein af ótta við þessa menn“
Fréttir
Í gær

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi