fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Yfir 12.000 börn látin á Gaza – 67 Palestínumenn drepnir þegar tveimur gíslum var bjargað

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 11:24

Þessi mynd var tekin í Rafah síðastliðinn laugardag. Mynd/Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa um 12.300 börn og ungmenni látið lífið í stríði Ísraelshers gegn Hamas á Gaza síðan stríðið hófst þann 7. október síðastliðinn. Þetta er samkvæmt tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gaza og AP-fréttaveitan vísar til.

Alls hafa 28.176 Palestínumenn látið lífið í stríðinu og í þeim tölum eru bæði óbreyttir borgarar og hermenn. Börn og ungmenni eru því um 43% allra þeirra sem hafa látist.

Ísraelski herinn réðst til inngöngu í íbúðarbyggingu í Rafah í suðurhluta Gaza um helgina og frelsaði tvo gísla sem hafa verið í haldi Hamas-liða síðan í október. Naut herinn aðstoðar orrustuflugvéla sem vörpuðu sprengjum á svæðið.

Talið er að aðgerð Ísraelshers til að bjarga gíslunum hafi kostað 67 Palestínumenn lífið, þar á meðal konur og börn. Um hundrað gíslar eru enn í haldi Hamas-samtakanna.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt að hernaðaraðgerðir séu eina leiðin til að tryggja lausn gíslanna en skiptar skoðanir eru um þetta. Hátt settir embættismenn í Ísrael segja að samningar séu eina leiðin til að tryggja lausn þeirra.

Ísraelsk yfirvöld segja að Rafah sé eitt síðasta vígi Hamas-samtakanna og er ekki útilokað að Ísraelsher hefji landhernað á svæðinu á næstu dögum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Ísraelsmenn hefji ekki hernaðaraðgerðir í Rafah án þess að tryggja öryggi þeirra borgara sem þar eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“