Kemi Badenoch, jafnréttistmálaráðherra Bretlands, hefur tjáð þingnefnd í breska þinginu að ungu samkynhneigðu fólki sé talin trú um að þau séu trans. Telegraph greinir frá þessu.
Badenoch vitnaði í ummæli sérfræðinga en hún skrifaði kvenna- og jafnfréttisnefnd þingsins bréf um málið. Hún segir að læknir sem áður starfaði hjá kynleiðréttinastofu hafi tjáð sér að með því að verða við beiðni um að hjálpa börnum við að leiðrétta kyn sitt sé í raun verið að gera börnin gagnkynhneigð.
Hún hefur eftir öðrum sérfræðingi að sú ákvörðum að aðstoða samkynhneigt barn við kynleiðréttingu sé í raun umbreytingarferli fyrir samkynhneigð börn. Telegraph segir að í bréfi ráðherrans til nefndarinnar komi fram að fjöldi barna sem leiti til eftir þjónustu varðandi kynleiðréttingu hafi vaxið úr 250 á árunum 2011 til 2012 upp í fleiri en 5.000 á árunum 2021 til 2022.
Hún segir í bréfi sínu að hún byggist leggja fram frekari gögn sem styðji þá ályktun að börn sem líkleg eru til að verða samkynhneigð er þau vaxa úr grasi eigi á hættu að fá meðhöndlun sem snýr að kynferðivitund þeirra fremur en kynhneigð þeirra.
Hún segir einnig að börn sýni oft hegðun utan staðalmynda kyns síns áður en þau átta sig á kynhneigð sinni. Það hafi í för með sér hættu á að barn sér ranglega talið eiga í kynáttunarvanda þegar það er í raun samkynhneigt.
Grein Telegraph um málið er læst fyrir áskrifendur en Daily Mail fjallar einnig um það, sjá hér.