Þetta er mat Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Þorvaldi að hraunrennsli fyrri tíma sýni að hraun geti runnið að byggð í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ.
Hann sagði mikilvægt að gera hættumat fyrir svæðið og horfa til framtíðar hvað varðar skipulag byggðar.
Gígarnir, sem eru nærri höfuðborgarsvæðinu, eru að hans sögn hluti af eldgosakerfi Reykjanesskaga sem er nú vaknað til lífsins eins og gosin á Reykjanesskaga á síðustu árum sýna.
„Mann grunar að kerfi sem hafa verið róleg í 800 ár séu farin að taka við sér aftur. Það er í samræmi við þau eldgosatímabil sem við þekkjum í sögunni,“ sagði hann.
Hvað varðar gos í byggð á höfuðborgarsvæðinu sagði hann ekki hættu á því en á móti sé hætt við að hraun renni til byggðar og innviða.