fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. janúar 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. janúar næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í máli manns sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Um lokað þinghald er að ræða.

Maðurinn er sagður hafa á árinu 2022 í Reykjavík veist með ofbeldi að öðrum manni og stungið hann með hnífi tvisvar ofarlega í brjóstkassa með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþolans er gerð miskabótakrafa upp á 2.562.940 krónur auk vaxta.

Búast má við að dómur falli í málinu um miðjan febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum