fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Átta slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Skaftafellsá

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. janúar 2024 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna áreksturs tveggja bíla skammt frá Skaftafellsá í morgun.

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá slysinu. Hefur hópslysaáætlun verið virkjuð.

Í frétt Vísis kemur fram að tveir fólksbílar hafi rekist saman og að talið sé að átta séu slasaðir, þar af tveir alvarlega. Átti slysið sér stað nærri Skaftafellsá við Svínafellsjökul.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Þjóðvegi 1 verið lokað vegna slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt