fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

AC/DC neyðast til að skipta um trymbil – Leigumorðingjamálið dregur dilk á eftir sér

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. september 2023 22:00

Rudd hefur margsinnis komist í kast við lögin á undanförnum árum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin rómaða rokkhljómsveit AC/DC hefur tilkynnt að Phil Rudd, trommari sveitarinnar til áratuga, muni ekki koma fram með þeim á hátíðinni Power Trip í Kaliforníu. Rudd fékk dóm um morðhótun og má ekki koma til Bandaríkjanna.

Tónleikarnir eru þeir fyrstu hjá sveitinni í sjö ár, en hátíðin fer fram dagana 6. til 8. október. Beðið hefur verið eftir hátíðinni með mikilli eftirvæntingu en þar koma helstu risar rokksins fram, Guns ´n Roses, Metallica, Iron Maiden og Judas Priest.

Sérstaklega hefur verið beðið eftir AC/DC, sem tróð síðast upp árið 2016. En þetta verða fyrstu tónleikarnir eftir að Malcolm Young, annar stofnandi sveitarinnar, lést úr heilabilun árið 2017.

Fastlega er gert ráð fyrir því að AC/DC tilkynni um 50 ára alheimstónleikaferð á næstunni sem gæti orðið einn stærsti túr í sögunni. En AC/DC er með þeim tónlistaratriðum sem hafa selt hvað flesta miða í gegnum tíðina.

 

Hljómsveitin þögul um ástæðuna

Sveitina skipa söngvarinn Brian Johnson, gítarleikararnir Angus og Stevie Young (bróðursonur Angus og Malcolm), bassaleikarinn Cliff Williams og trommarinn Phil Rudd. Rudd mun þó ekki spila á Power Trip heldur Matt Laug, lausatrymbill sem meðal annars hefur spilað með Alice Cooper og Alanis Morissette.

Ástæðan er sú, eins og rokkvefurinn Metal Addicts greinir frá, að Rudd verður ekki hleypt inn til Bandaríkjanna. AC/DC hafa þó ekki sagt þetta berum orðum. Er því staða hans á væntanlegum heimstúr í uppnámi. Það er hvort Rudd muni aðeins spila utan Bandaríkjanna eða ekki neitt.

Ástralinn Rudd, sem búsettur er í Nýja Sjálandi, er talinn á meðal fremstu trymbla rokksins. Hann hefur margsinnis komist í kast við lögin, ekki síst á undanförnum árum. Oftast fyrir fíkniefnatengda atburði.

Ástæða þess að hann fer ekki með sveitinni Bandaríkjanna er sú að árið 2015 var hann dæmdur í átta ára stofufangelsi í Nýja Sjálandi fyrir morðhótun.

 

Ákærður fyrir að ráða leigumorðingja

Rudd var handtekinn í nóvember árið 2014 og ákærður fyrir að hafa ráðið leigumorðingja til að ráða tvo menn af dögum í september það ár. Töluvert af fíkniefnum, amfetamín og kannabis, fannst við húsleitina. Ákæran fyrir morðtilraun var látin niður falla en Rudd var hins vegar ákærður og dæmdur fyrir morðhótun.

Þegar Rudd var í stofufangelsinu leysti Chris Slade hann af hólmi á einum túr, en Slade hafði leikið með sveitinni um nokkurra ára skeið á tíunda áratugnum. Rudd tók hins vegar upp síðustu plötu AC/DC, Power Up frá árinu 2020. Ekki var gert ráð fyrir öðru en hann myndi framvegis spila með bandinu en nýjustu fréttir setja það allt í uppnám.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“