fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Fannst um helgina eftir að hafa verið týndur í átta ár – Var sautján ára þegar hann hvarf

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júlí 2023 20:00

Rudolph „Rudy“ Farias fannst á dögunum eftir að hafa verið týndur í átta ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. mars árið 2015 hvarf hinn sautján ára gamli Rudolph „Rudy“ Farias IV skyndilega þegar hann var úti að ganga með hundana í borginni Houston í Texas-fylki í Bandaríkjunum. Rudy skilaði sér aldrei heim en annar hundurinn hans kom hlaupandi einn heim og hinn fannst á reiki í grennd við heimilið.

Óhætt að fullyrða að fjölskylda Rudy hafi nánast verið búin að gefa upp alla von. En kraftaverkin gerast enn. Á dögunum fannst meðvitundarlaus maður fyrir utan kirkju í sömu borg, alsettur marblettum og sárum. Frekar eftirgrennslan leiddi í ljós að Rudy var fundinn, átta árum eftir að hann hvarf.

CNN fjallar um málið, sem er allt hið dularfyllsta, en í frétt miðilsins kemur fram að móðir Rudy segi að hann sé í slæmu ástandi og hún óttist að hann hafi verið í haldi misyndismanna þennan tíma og hafi verið barinn og misnotaður. Segir móðir hans að Rudy geti aðeins mælt nokkur orð og vilji helst bara liggja í hnipri í sjúkrarúmi sínu á spítalanum. Telur hún að langur vegur sé þar til að sonur hennar geti mögulega náð fullri heilsu að nýju.

Á sínum tíma taldi lögreglan að Rudy hafi einfaldlega látið sig hverfa sjálfur og rannsakaði málið ekki sem sakamál. Fjölskylda hans var hins vegar á öðru máli og taldi útilokað að drengurinn hefði sjálfur ákveðið að flýja aðstæður sínar.

„Hann er með svo stórt hjarta og hann elskar alla skilyrðislaust. Þess vegna veit ég að hann yfirgaf okkur ekki,“ sagði móðir hans í viðtali við staðarmiðil þegar eitt ár var liðið frá hvarfinu.

Fjölskyldan réð einkaspæjara, Brendu Paradis, á eigin kostnað til þess að grennslast fyrir um hvarfið. „Þessi fjölskylda hefur mátt þola mikið. Hvað sem átti sér stað þá þarf móðir að fá svör um hvað henti sonar hennar,“ er haft eftir einkaspæjaranum þó ekki komi fram hvort að starf hennar hafi skilað árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK