fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

ODEE safnar styrkjum vegna málaferla Samherja – „Þetta er Davíð gegn Golíat“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. júní 2023 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búinn að opna crowdfunding síðu fyrir lögfræðikostnaði í London, vegna málaferla Samherja gegn mér. Allur stuðningur vel þeginn, og nauðsynlegur… hvort sem það er 500 kr. eða 50.000 kr.,“

segir állistamaðurinn ODEE, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, sem stofnað hefur söfnunarsíððu á CrowdJustice, vegna lögbanns Samherja gegn honum.

Söfnunin ber yfirskriftina: Alþjóðlegt margra milljarða dollara fyrirtæki vs listamaður – málfrelsi og hefur Oddur sett sér það markmið að safna 50 þúsund pundum eða um 8,8 milljónum íslenskra króna fyrir 6. Júlí.

Samherji segir fréttatilkynningu falska

Um miðjan maí steig Oddur fram og lýsti yfir ábyrgð á falskri fréttatilkynningu í nafni Samherja. Falska fréttatilkynningin var send í nafni Samherja á erlenda fjölmiðla og jafnframt var sett upp fölsk heimasíða, hýst í Bretlandi, í nafni fyrirtækisins. 

Í yfirlýsingu frá Samherja þann 10. maí sagði að hvorki heimasíðan né fréttatilkynningin hefðu tengsl við fyrirtækið eða starfsmenn þess. Svo virtist sem að um skipulagða árás væri að ræða sem fyrirtækið tæki mjög alvarlega. Í fölsku fréttatilkynningunni virtist Samherji vera að biðjast afsökunar á sínum hlut í Namibíumálinu svonefnda og lofa samstarfi við namibísk stjórnvöld.

Sjá einnig: Fölsuð fréttatilkynning og heimasíða í nafni Samherja – beðist afsökunar og heitið samvinnu við namibísk stjórnvöld

Í fréttatilkynningu Odds viku síðar, þann 17. maí, sagðist hann bera ábyrgð á verknaðinum og gjörningurinn væri lokaverkefni Odds í Listaháskóla Íslands og yrði til sýningar á listasafni Reykjavíkur. Sagði Oddur að fjöldi fjölmiðla víða um heim hafi fjallað um málið, innihald afsökunarbeiðninnar og viðbrögð Samherja. Samherji hafi strax neitað að standa að baki afsökunarbeiðninni og sagst vera þolandi árásar. Hafi einhverjir fjölmiðlar haldið því fram að hópur hakkara eða eftirherma væru á bak við málið. En það sé rangt. Þetta sé afrakstur vinnu Odds.

Sjá einnig: Listamaðurinn ODEE stígur fram og lýsir yfir ábyrgð á fölsku afsökunarbeiðni Samherja

Samherji fær lögbann á verk ODEE

Tveimur dögum síðar fékk Samherji bráðabirgðalögbann fyrir enskum dómstólum á notkun Odds, listamannsins ODEE, á vörumerkjum félagsins og á léni í nafni Samherja í Bretlandi. Í tilkynningu frá listamanninum kom fram að hann teldi þetta alvarlega aðför að tjáningarfrelsinu og íhugaði að leita réttar síns.

Sjá einnig: Þorsteinn Már segir ODEE hafa gert tilraun til að hafa fé af Samherja

„Ég tel að aðgerðir Samherja séu merki um beina ritskoðun á verki mínu We’re Sorry og þær hafa töluverð áhrif á boðskap þess.“

ODEE segir að verkið varpi ljósi á ábyrgð Íslands gagnvart Namibíu. Hætta sé á að Samherji spilli orðspori Íslands vegna meints skattaundanskots og fjármálaglæpa.

Í tilkynningunni frá Samherja sama dag sagði að í upphafi lögbannskröfunnar hafi verið veittur hæfilegur frestur til varna, en nú hafi forsvarsmaðurinn ráðið þrjá lögmenn í Bretlandi til að gæta hagsmuna sinna. „Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins.“

Samherji segist eingöngu hafa beint sjónum sínum að því að verja vörumerki sín „svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum en leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi.“

Á söfnunarsíðunni rekur Oddur málavöxtu og segir Samherja, milljarða dollara fyrirtækið, hafa höfðað mál á grundvelli höfundarréttar og vörumerkjaréttar. Með því hafi þeim tekist að þvinga fram tímabundna ritskoðun á listaverkið (með því að taka niður vefsíðuna og gefa þeim lénið). „Mér finnst að listaverkin mín ættu að vera vernduð af rétti mínum til tjáningarfrelsis og sanngjarnra viðskipta,“ segir Oddur og segist ætla að reyna að safna 50 þúsund pundum til að berjast gegn lögbanninu sem hann hefur hafa verið náð fram með ósanngjörnum hætti að honum fjarverandi.

„Þetta er „Davíð gegn Golíat“ atburðarás. Golíatinn hér er margra milljarða dollara fyrirtækið Samherji sem hefur verið sakað um margvísleg brot í Namibíu, þar á meðal spillingu, mútur og nýlendustefnu. Ég tel að aðgerðir þeirra hafi grafið undan stjórnarháttum Namibíu og svipt landið mikilvægum tekjum fyrir heilbrigðis- og menntamál. Mál gegn mér, listamanni, sem tekur þátt í opinberri umræðu og gagnrýnir hvernig farið hefur verið með Namibíu í þessu öllu saman. Innileg afsökunarbeiðni frá mér, vegna Íslands… hefur nú verið ritskoðuð að hluta og með krafti. 

Ég er að reyna að berjast gegn lögbanninu og vernda tjáningarfrelsi mitt gegn þessum Golíat sem hefur ótakmarkað fjármagn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“