fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fréttir

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 3. júní 2023 07:44

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru skráð 120 mál frá kl. 17 í gær til 5 í morgun,

Meðal þeirra mála sem komu til kasta lögreglu var maður sem vísað var af hóteli í miðborginni vegna annarlegs ástands, en hann var undir miklum áhrifum áfengis og eiturlyfja.

Manni sem var til vandræða við eitt neyðarskýla Reykjavíkurborgar var vísað burt.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á Lækjartorgi þar sem maður svaf ölvunarsvefni. Maðurinn brást hinn versti við og réðst á lögreglumenn, var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Maður var handtekinn og færður á lögreglustöð eftir að hafa verið til vandræða við hús á Seltjarnarnensi. Eftir að rætt hafði verið við manninn á lögreglustöð var hann látinn laus þar sem hann lofaði að láta af þessari hegðun.

Ofurölvi maður var aðstoðaður eftir að hafa dottið og slasað sig lítillega í miðborginni. Sjúkralið gerði að sárum hans og var honum síðan ekið heim.

Eignarspjöll voru unnin á skólabyggingu í miðborginni og var útidyrahurð skemmd.

Krakkar kveiktu í rusli í undirgöngum í Hafnarfirði, ekki varð tjón af því.

Bíll valt á Heiðmerkurvegi og var einn fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Maður var handtekinn í hverfi 113 vegna líkamsárásar og eignarspjalla. Var maðurinn í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa og bíður skýrslutöku þegar ástand hans lagast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka