fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Óeirðir í París eftir að lögregla skaut 17 ára dreng til bana – Atvikinu lýst sem aftöku

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. júní 2023 07:11

Frá mótmælum í París Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar óeirðir og mótmæli brutust út í París og nokkrum öðrum borgum í Frakklandi eftir að sautján ára drengur var skotinn til bana af lögreglumanni í kjölfar þess að hann neitaði að stöðva bifreið sína við eftirlit umferðarlögreglu. Myndband af atvikinu, sem hefur farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum, hefur vakið mikla reiði en þar sést lögreglumaður skjóta drenginn af stuttu færi þar sem hann situr við stýri bifreiðarinnar sem stöðvast stuttu síðar. Hefur atburðarrásinni verið líkt við hreina aftöku á drengnum.

Sá sem dó hefur verið nefndur Naël M í erlendum miðlum og er af alsírskum uppruna. Hann lést af völdum skotsárs á brjóstkassa en tveir aðrir ungir drengir voru í bílnum þegar harmleikurinn átti sér stað. Annar þeirra flúði af vettvangi en hinn var handtekinn af lögreglu.

Hinn sautján ára gamli Naël M

Samkvæmt frétt franska miðlilsins Le Monde kemur fram að lögreglumenn sem voru vettvangi haldi því fram að ungmennin hafi reynt að keyra þá niður en myndbandið styður ekki við þá frásögn. Þar sjást tveir lögreglumenn reyna að stoppa umrædda bifreið og annar þeirra miðar byssu að ökumanninum, Naël M. Þegar hann reynir að stinga af skýtur lögreglumaðurinn hann af stuttu færi.

Það hefur verið sem olía á eld að í myndbandinu heyrist einhver segja að „þú verður skotinn í hausinn“ og eru margir sannfærðir um að lögreglumaðurinn, sem síðar skaut, hafi látið þau orð falla. Það hefur þó ekki verið staðfest.

Eins og áður segir brutust út óeirðir í París kjölfar atvikisins, sérstaklega í hverfinu Nanterre sem er í vesturhluta Parísar, en þar var drengurinn ungi skotinn.

Kveikt var í bílum og strætisvagnastöðvar eyðilagðar auk þess sem flugeldum og öðru lauslegu var látið rigna yfir óeirðarlögreglu sem þurfti að beita táragasi til þess að freista þess að sundra mótmælendum. Sumir þeirra útbjuggu götuvígi og vörðust þannig áhlaupi lögreglumanna.  Þá urðu einnig óeirðir á öðrum stöðum, meðal annars Asnières, Colombes, Suresnes, Aubervilliers, Clichy-sous-Bois og Mantes-la-Jolie.

Tuttugu og fjórir einstaklingar voru handteknir í mótmælum.

Lögreglumaðurinn sem skaut drenginn hefur verið handtekinn og settur í leyfi frá störfum. Málið er í rannsókn.

Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem atvik sem þetta á sér stað. Fyrir tveimur vikum var 19 ára drengur skotinn undir stýri við sambærilegar aðstæður í bænum Angouleme en hann var sagður hafa keyrt á fætur lögreglumanna sem stöðvuðu hann við eftirlit. Á síðasta ári létust þrettán einstaklingar í Frakklandi vegna skotsára af völdum lögreglumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést
Fréttir
Í gær

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Í gær

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Í gær

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður