fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 12:57

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem Héraðssaksóknari hefur ákært fyrir nauðgun.

Maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað öðrum karlmanni fyrir tveimur árum, á heimili þess síðarnefnda. Hafði hann samfarir við manninn í endaþarm með ólögmætri nauðung og án samþykkis, að því er segir í ákæru. Sinnti hann því ekki þó að brotaþolin margbæði hann um að hætta. Brotaþolinn hlaut margar smásprungur við endaþarmsop af árásinni.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu brotaþola er gerð krafa um miskabætur upp á 3,5 milljónir króna. Einnig segir í texta ákærunnar þar sem fjallað er um einkaréttarkröfuna: „Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða þóknun vegna réttargæslu að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á réttargæsluþóknun.“

Sem fyrr segir var fyrirtaka í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en við fyrirtöku leggja málsaðilar fram gögn sín. Aðalmeðferð, sem er hin eiginlegu réttarhöld, verður síðar en DV er ekki kunnugt um dagsetningu réttarhaldanna. Fyrir liggur að þinghöld í málinu eru lokuð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“