fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Fréttir

Eliza heimsækir fæðingarland sitt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. maí 2023 13:30

Forsetahjónin Guðni Th. og Eliza Reid.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Thorlacius Jóhannesson, forseti Íslands, og forsetafrúin Eliza Reid munu dagana 29. maí til 1. júní verða í opinberri heimsókn í Kanada. Í tilkynningu forsetaembættisins kemur fram að þetta sé fyrsta ríkisheimsókn Íslands til Kanada frá árinu 2000. Markmið heimsóknarinnar er sagt vera að styrkja hin margþættu tengsl landanna sem fögnuðu 75 ára afmæli stjórnmálasambands á síðasta ári.

Eins og flestum er kunnugt er forsetafrúin fædd og uppalin í Kanada en hún hefur búið á Íslandi frá árinu 2003. Það kemur ekki fram í tilkynningunni hvort að Eliza og Guðni hyggist nýta tækifærið og heimsækja einhverja ættingja eða vini á meðan heimsókninni stendur.

Í för með forsetahjónunum verður fjölmenn sendinefnd en þar verður fremst í flokki Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, en auk hennar fara fulltrúar ýmissa fyrirtækja og stofnanna með.

Heimsóknin hefst í Ottawa, höfuðborg Kanada, fæðingarstað forsetafrúarinnar. Þar verður fundað með landstjóranum Mary Simon og forsætisráðherranum Justin Trudeau. Auk þess fundar verður efnt til fundar um varðveislu tungumáls í fámennum málsamfélögum og kynntar aðferðir í notkun máltæknilausna á íslensku. Á enn öðrum fundi verður rætt um lýðheilsu ungmenna.

Í Ottawa verður efnt til bókmenntaviðburðarins „Sögur úr norðri“ en þar mun forsetafrúin ásamt Whit Fraser, eiginmanni landstjórans, ræða við kanadíska rithöfunda um bókmenntaarf þjóðanna.

Frá Ottawa verður haldið til Halifax í Nova Scotia og í kjölfarið St. Johns á Nýfundnalandi og Labrador. Í tilkynningunni segir að fundað verði með fylkisstjórum og ráðherrum og efnt til fjölda viðburða.

Fram kemur að heimsókninni ljúki í Toronto þar sem fundað verði með fylkisstjóra Ontario. Í Toronto muni Íslandsstofa bjóða til íslensks markaðsdags og leiða saman kanadíska fjárfesta og fulltrúa íslensks viðskiptalífs og muni forsetinn ávarpa gestina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 100.000 Rússar hafa flúið til Georgíu síðan stríðið braust út – Ekki eru allir ánægðir með það

Rúmlega 100.000 Rússar hafa flúið til Georgíu síðan stríðið braust út – Ekki eru allir ánægðir með það
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun