fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fréttir

Þurfti bráðaaðgerð eftir gróft heimilisofbeldi – Sagðist hafa verið að slást við konuna sína sem hefði hlaupið nakin út

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni sem er til til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um alvarlegt heimilisofbeldi.

Málsatvik eru þau að um hálfsjöleytið að morgni 25. febrúar barst lögreglu tilkynning um heimilisofbeldi í Keflavík. Maðurinn sem hér á í hlut hafði þá hringt og sagst hafa slegist við eiginkonu sína. Hún hefði síðan hlaupið nakin út og sagðist hann óttast um hana. Lögregla fann konuna skömmu síðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS).  Sakaði hún manninn um ítrekað andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Eftir skoðun á HSS var konan flutt á Landspítalann í Reykjavík þar sem hún gekkst undir aðgerð vegna alvarlegra og lífshættulegra innvortis áverka. Var framvæmd á henni bráðaaðgerð. Segir að áverkarnir hafi aðeins geta komið til við kynferðisofbeldi ásamt alvarlegri líkamsárás.

Hinn grunaði hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins síðan 25. febrúar. Er hann sakaður um að hafa misþyrmt og svívirt konuna margsinnis á heimili þeirra. Ber hún mikla áverka eftir ofbeldið. Í rökstuðningi héraðssaksóknara fyrir gæsluvarðhaldi segir meðal annars að í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem eru sterklega grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir.

Það er niðurstaða bæði héraðsdóms og Landsréttar að maðurinn skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 15. júní næstkomandi.

Úrskurðina má lesa hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“
Fréttir
Í gær

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland hefur þátttöku í bridds á Norðurlandamóti

Ísland hefur þátttöku í bridds á Norðurlandamóti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Heimsfrægur tónlistarmaður sætir lögreglurannsókn fyrir að hafa klæðst nasistabúningi á sviði

Heimsfrægur tónlistarmaður sætir lögreglurannsókn fyrir að hafa klæðst nasistabúningi á sviði