fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Afbrýðisamur ofbeldismaður hótaði að hringja inn sprengjuhótun ef flugfreyjan færi í flug

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 16:00

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í tveggja ára fangelsi fyrir heimilisofbeldi og hótanir. Dómurinn er langur og ítarlegur og inniheldur umfangsmikla ofbeldissögu.

Maðurinn var ákærður fyrirr stórfelld brot í nánu sambandi gegn fyrrverandi sambýliskonua sinni fyrir að hafa á árunun 2009 til 2020 „ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, tekið hana hálstaki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana, kastað til og brotið innanstokksmuni, brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og hótað henni og aðilum henni tengdum, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum…“

Maðurinn er sakaður um að hafa hótað því að hringja inn sprengjuhótun ef konan, sem var flugfreyja, færi í flug til Montreal vegna vinnu sinnar. Hafði maðurinn ítrekað sakað hana um að sofa hjá flugliðum og flugstjórum í vinnuferðum.

Hann var ennfremur ákærður fyrir skilaboð til konunnar á Messenger árið 2019 þar sem hann hótaði að ráðast á hana og fleira fólk með exi. Maðurinn er ákærður fyrir eftirfarandi, orðréttar hótanir og svívirðingar á Messenger:

„Þu skemmdir heimilis astandið með stanslausum frammhja holdum og fara a bakvið mig að wow hórast“

[…]Sagðiru lækninum ekki frá hóru ferlinum?“

„[…]Dansa við negra a ballinu. Horfði a það. Haltu bara kjafti[…]“

„[…]Hata þig. Algjort fifl.“.

„[…]annað hvort ertu alveg týnd eða eitthver ílla innrættasta manneskja sem er
til[…]“
.
„[…]ef ég vil sofa þar sem ég á eignarhlut. kem ég ef mig langar[…]“

Einnig sagði maðurinn að konan væri sífellt að „hórast í þessum flugum“.

Maðurinn er ákærður vegna fjölmargra annarra atvika þar sem hann var ýmist sakaður um ofbeldishótanir eða líkamlegt ofbeldi. Einnig er hann sakaður um að hafa misboðið nýfæddum syni sínum, en atvikið er orðað svo í dómnum:

„Með því að hafa, í eitt skipti eftir fæðingu C, þegar drengurinn átti erfitt með að sofna, ruðst inn í herbergi til sonarins, tekið í rúm hans og þrykkt því til og ákærði þannig misboðið syni sínum og sýnt honum vanvirðingu, svo andlegri og líkamlegri heilsu drengsins var hætta búin og velferð hans ógnað.“

Maðurinn var einnig ákærður fyrir vörslu frammistöðubætandi lyfja og fyrir líkamsárás á karlmann í verslun árið 2020.

Maðurinn játaði sum brotanna en neitaði öðrum. Framburður konunnar fyrir dómi þótti hins vegar mun trúverðugri en hans framburður auk þess sem frásögn hennar var studd gögnum sem tengjast dvölum hennar í Kvennaathvarfinu og tilkynningum til lögreglu. Í dómsniðurstöðu segir meðal annars:

„Við heildarmat á framferði ákærða ber að líta til þess að brotaþoli hefur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi borið með trúverðugum hætti um að ákærði hafi gegnum árin oft tekið hana hálstaki, ýmist í reiðiham og/eða afbrýðisemisköstum og hann stundum brotið allt og bramlað á heimili þeirra. Þá verður ekki komist hjá því að rifja upp ósmekkleg ummæli ákærða á Facebook, sbr. kafli V.-9.1. dómsins, en meðal þess sem ákærði lét fljóta í samskiptum við þáverandi sambýliskonu sína í júlí og ágúst 2019 var að hún hafi skemmt líf þeirra með stanslausum framhjáhöldum og verið „að wow hórast“.“

Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 3,5 milljónir í miskabætur og manni sem hann réðist á í verslun 250.000 krónur í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug