fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Innherjar varpa ljósi á aðferðir Pútíns

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. mars 2023 05:20

Rússneska stjórnarandstaðan eygir von. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hringt var í Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, klukkan 1 aðfaranótt 24. febrúar 2022, hafði hann enga hugmynd um hvað var að gerast. En þetta segir hins vegar mikið um Vladímír Pútín, forseta, og aðferðir hans.

Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times sem varpar ljósi á hvernig ráðamenn í Kreml takast á við það sem tengist stríðinu í Úkraínu. Er umfjöllunin byggð á upplýsingum frá innherjum í Kreml.

Meðal þeirra sem koma við sögu eru sex vinir Pútíns, vinir sem hafa staðið honum nærri árum saman, auk fólks sem tengist stríðsrekstrinum og fyrrum háttsettir embættismenn, einnig frá Vesturlöndum og Úkraínu.

En aftur að símtalinu sem Lavrov fékk  en það er sagt hafa komið honum algjörlega í opna skjöldu. Honum var tilkynnt að Pútín hefði ákveðið að senda rússneska herinn inn í Úkraínu og hófst innrásin nokkrum klukkustundum síðar. Lavrov gat huggað sig við að hann var þar með orðinn hluti af hinum þrönga hópi sem vissi af hinni „sérstöku hernaðaraðgerð“ áður en Pútín tilkynnti um hana í sjónvarpsávarpi. Það var fyrst þá sem margir af innherjunum í Kreml komust að hvað var að gerast.

Síðar um daginn er Lavrov sagður hafa sagt við áhyggjufullan olígarka, sem kom til hans í Kreml til að fá upplýsingar um hvernig hefði verið hægt að taka svona ákvörðun í svo þröngum hópi: „Hann er með þrjá ráðgjafa: Ívan grimma, Pétur mikla og Katarínu miklu.“ Þar vísaði Lavrov til þriggja þekktra persóna úr rússneskri sögu.

En Pútín treystir mest á einn aðila: Vladímír Pútín! Sem sagt sjálfan sig.

Eða eins og einn heimildarmanna Financial Times sagði: „Hann treystir engum.“

Annar sagði: „Hann veit betur en ráðgjafar hans, alveg eins og Hitler vissi betur en hershöfðingjar hans.“

Financial Times segir að atburðarásin hafi verið svipuð 2014 þegar rússneskar hersveitir lögðu Krím undir sig. Hermt er að Pútín hafi ekki einu sinni skýrt öryggisráði sínu frá fyrirætlunum um að taka Krím og allt fram á síðustu mínútu var honum ráðlagt að láta ekki verða af þessu af mörgum af ráðgjöfum sínum.

Hann er sagður hafa svarað: „Þetta er söguleg stund. Ef þú ert ekki sammála, getur þú farið.“

En ólíkt því sem gerðist við innrásina á síðasta ári þá gekk allt upp 2014 og Rússar náðu Krím auðveldlega.

Financial Times segir að rekja megi ástæðuna fyrir því að stórum hluta til þess að í kringum Pútín er búið að raða upp fólki sem þorir ekki að segja honum sannleikann. Ekki einu sinni þeir fáu sem hann hlustar á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“
Fréttir
Í gær

Samverustund vegna Stefáns Arnars Gunnarssonar

Samverustund vegna Stefáns Arnars Gunnarssonar
Fréttir
Í gær

Banaslys í Hvalfirði

Banaslys í Hvalfirði
Fréttir
Í gær

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak