fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Diljá var sagt að sýni vegna leghálsskimunar yrði hent – „Computer says no“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 20:01

Diljá Sigurðardóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Sigurðardóttir 29 ára gömul hugðist fara í skoðun vegna leghálsskimunar. Þegar hún mætti í tímann sagðist hjúkrunarfræðingur ekki geta skoðað hana. Ástæðan væri sú að svo skammt væri liðið síðan Diljá mætti síðast í skoðun að nýju sýni yrði hent í ruslið í stað þess að rannsaka það.

Diljá segir í færslu á Facebook, sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um, að hún furði sig á að konur sem vilji vera í árlegu eftirliti geti það ekki, tölvan segir einfaldlega nei.

„Þegar ég var 22 ára greindist ég með frumubreytingar í leghálsi. Frumubreytingarnar fóru á endanum af sjálfu sér en það tók tvö til þrjú ár og var mjög stressandi tími. Sem betur fer var ég í hálfs árs eftirliti til að byrja með sem varð svo að árlegu eftirliti fram til dagsins í dag – eða svo hélt ég,“ segir Diljá.

Þar sem hún var ekki búin að fá boðun í ár ákvað hún að hringja og bóka tíma, tíma sem hún fékk 13. mars. Þegar Diljá mætti í tímann segir hún hjúkrunarfræðinginn hafa rýnt í tölvuskjáinn og tilkynnti að hún gæti ekki skoðað Diljá,

„það væri svo stutt síðan sýni var tekið seinast að nýju sýni yrði bara hent í ruslið. Ha, RUSLIÐ?? Hún kinkaði vandræðalega kolli og sagði að ég gæti bara komið á 3 ára fresti, að ég gæti ekki heldur farið til kvensjúkdómalæknis til að fá skoðun, sýnin færu öll á sama stað og þeim væri fleygt ef of stutt væri á milli skimana. Hún sagði mér að það væri hægt að fara í bólusetningu gegn HPV ef maður væri eitthvað stressaður, það kostaði reyndar 90 þúsund krónur.“

Lýsir Diljá furðu sinni á þessu fyrirkomulagi. „Ef kona hefur áhyggjur, vill vera í árlegu eftirliti og er tilbúin að borga einkaaðila, þá er það ekki heldur hægt – Computer says no.“

Diljá lýsti atvikinu í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna en um 18400 konur eru í hópnum.

„Fjöldi kvenna hafði sömu eða verri sögu að segja, þar sem þær fá ekki skimun með nokkru móti, jafnvel þegar þær finna fyrir alvarlegum einkennum. Er gjörsamlega ómögulegt að leyfa konum að hafa snefils stjórn á eigin heilsu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“