fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Segir að Zelenskyy sé öskureiður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. febrúar 2023 05:45

Volodymyr Zelenskyy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku sögðu æðstu embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, Pentagon, varnarmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að ekki sé að sjá að Úkraína muni geta náð Krím úr höndum Rússa í náinni framtíð.

Politico skýrði frá þessu og að meðal þeirra sem voru á fundinum sé Laura Coope en hún er aðstoðarvarnarmálaráðherra og hefur yfirumsjón með málefnum er tengjast Rússlandi.

Sabrina Singh, talskona Pentagon, sagði í samtali við Politico að ekki verði skýrt frá hvað fór fram á fundinum sem var bak við luktar dyr og ekki verði heldur rætt um kenningar eða vangaveltur um aðgerðir í framtíðinni.

Mark Milley, æðsti yfirmaður Bandaríkjahers, hefur nokkrum sinnum lýst yfir efasemdum um hvort Úkraína geti endurheimt þau landsvæði sem Rússar hafa hertekið og innlimað. Í nóvember sagði hann að ekki væru miklar líkur á að úkraínski herinn muni sigra Rússa á næstunni og hrekji þá frá allri Úkraínu, þar á meðal Krím.

Politcio segist hafa heimildir fyrir að þessi ummæli Milley hafi reitt Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, mjög til reiði sem og ríkisstjórn hans.

Úkraínumenn hafa að undanförnu fengið loforð um skriðdreka og langdræg flugskeyti frá Vesturlöndum en þeir hafa lengið beðið um vopn af þessu tagi.

Talsmenn úkraínska hersins segja mikla þörf fyrir vopn af þessu tagi ef takast á að sigrast á rússneska innrásarhernum. Segja þeir að hrekja þurfi Rússa frá öllum herteknum svæðunum, þar á meðal Krím, allt annað sé óásættanlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt

Fiskabúr sprakk á veitingastað og lifandi fiskar út um allt
Fréttir
Í gær

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“