fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vignir Vatnar tekur þátt í æfingabúðum undir handleiðslu Magnus Carlsen

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 11:33

Vignir Vatnar og Magnus Carlsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vignir Vatnar Stefánsson, efnilegasti skákmaður Íslands, hefur fengið boð um að taka þátt í sérstökum skákæfingabúðum undir handleiðslu Magnus Carlsen, sterkasta skákmanni heims, í Noregi. Æfingabúðirnar, sem eru á vegum Offerspil skákklúbbsins sem Carlsen stofnaði sjákfur,  fara fram í fyrri hluta mars á þessu ári og auk Carlsen munu nokkrir þekktustu þjálfarar heims sjá um æfingarnar, þar á meðal Peter Heine Nielsen, helsti aðstoðarmaður Carlsen, og indverski stórmeistarinn Ramesh, sem er  Um mikinn heiður er að ræða sem segir ýmislegt um hæfileika Vignis Vatnars og orðspor hans í alþjóðalega skáksamfélaginu. Þetta kom fram vikulega útvarpsþættinum Við Skákborðið á Útvarpi Sögu þar sem Vignir Vatnar var gestur ásamt Halldóri Grétari Einarssyni, einn af stofnendum Skákdeildar Breiðabliks þar sem Vignir Vatnar er liðsmaður.

Ætlar sér stóra hluti

Í þættinum kom fram að æfingabúðirnar fara fram á sama tíma og Íslandsmót skákfélaga, þar sem Vignir Vatnar leiðir lið Skákdeildar Breiðabliks, og því ljóst að kappinn og lið hans þarf að færa ýmsar fórnir. Hann segist þó bjartsýnn á að æfingabúðirnar muni skila sér síðar meir, honum og liðinu til hagsbóta.

„Ég ætla rétt að vona að ég geti lært eitthvað af Carlsen og þeim,“ segir Vignir Vatnar léttur.

Vignir Vatnar, sem er 19 ára gamall, er alþjóðlegur meistari í dag en er hársbreidd frá því að ná stórmeistaratitli. Hann hefur þegar náð tveimur af þremur svokölluðum stórmeistaraáföngum og auk þess rofið 2500 stiga múrinn á alþjóðlegum skákstigum, sem krafa er um. Hann hefur sett sér það markmið að klára titilinn á þessu ári og vinna sig hratt upp heimslistann en hann er í dag númer 992 á heimslistanum.

Hér má hlýða á skemmtilegt spjall við Vignir Vatnar og Halldór Grétar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis