fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
Fréttir

Segir að NATO hafi þrjú ár til að undirbúa sig undir árás Rússa

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. desember 2023 04:29

Margir telja að Pútín muni ekki láta staðar numið við Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eistland og önnur ríki á austurvæng NATO hafa í samvinnu við önnur bandalagsríki þrjú ár til að undirbúa sig og koma þannig í veg fyrir stríð við Rússland.

Þetta segir Jacek Siewiera, forstjóri pólsku öryggismálastofnunarinnar, að sögn eistneska ríkisútvarpsins ERR.

Siewiera segir að samkvæmt skýrslu frá þýska utanríkismálaráðinu þá hafi NATO fimm til tíu ár til að undirbúa sig undir árás Rússa á NATO. Þetta segir Siewiera vera alltof mikla bjartsýni hjá Þjóðverjunum.

„Ef við viljum forðast stríð, þá verða NATO-ríkin á austurvængnum að lifa við skemmri tíma, þriggja ára frest til að undirbúa sig undir árás. Þetta er tímaramminn fyrir hvenær austurvængurinn á að vera tilbúinn með viðbúnað til að koma í veg fyrir árás,“ segir Siewiera að sögn ERR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Benedikt útilokar ekki að kvikan nái að brjótast upp

Benedikt útilokar ekki að kvikan nái að brjótast upp
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Karl Gunnlaugsson er látinn

Karl Gunnlaugsson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vorboðinn ljúfi Söngvakeppnin

Vorboðinn ljúfi Söngvakeppnin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjargað úr snjóflóði í Stafdal

Bjargað úr snjóflóði í Stafdal