fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Kona dæmd fyrir að nýta ekki bílastyrk til bílakaupa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. desember 2023 17:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt konu sem ákærð var fyrir fjársvik sem fólust í því að hún sótti um bílastyrk en nýtt styrkinn síðan ekki til bílakaupa. Í ákæru var þetta orðað svo:

„fyrir fjársvik með því að hafa, þriðjudaginn 23. júní 2020, í blekkingarskyni sótt um styrk til bifreiðakaupa til A, kt. 000000-0000, […], […], að fjárhæð kr. 360.000, og lagt fram kaupsamning að bifreiðinni […] með umsókn. Styrkurinn var greiddur út 25. júní 2020 án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og fór afhending bifreiðarinnar því aldrei fram, en ákærða hélt eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna.“

Brotið varðar við 248. grein almennra hegningarlaga, sem er svohljóðandi:

„Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.“

Konan mætti ekki við réttarhöldin og hélt ekki uppi vörnum í málinu. Var hún fundin sek og dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Einnig þarf hún að greiða verjanda sínum rétt rúmar 150 þúsund krónur í þóknun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bjórinn í Reykjavík dýrastur í Evrópu – Fjórði dýrasti í heiminum samkvæmt bjórkorti

Bjórinn í Reykjavík dýrastur í Evrópu – Fjórði dýrasti í heiminum samkvæmt bjórkorti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn
Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Í gær

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna
Fréttir
Í gær

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn