fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Hvað gæti gerst ef Rússar sigra í stríðinu?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. desember 2023 11:30

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gæti gerst ef Rússar bera sigur úr býtum í stríðinu í Úkraínu? Þessari spurningu var nýlega velt upp af bandarísku hugveitunni The Institute for the Study of War (ISW) og má segja að niðurstaðan sé að afleiðingarnar af sigri Rússa „verði meiri en flestir geta ímyndað sér“.

Ef Rússar sigra mun sigurreifur rússneskur her stilla sér upp við landamæri NATO og verða mikil hernaðarleg ógn við varnarbandalagið. Fyrsta stóra ógnin í þrjá áratugi. Að mati hugveitunnar getur þetta gerst ef Bandaríkin hætta hernaðarstuðningi við Úkraínu og ef Evrópuríki fylgja í kjölfarið.

Þingmenn Repúblikana hafa að undanförnu komið í veg fyrir nýjar fjárveitingar til Úkraínu og krefjast stefnubreytingar hjá Joe Biden, forseta, hvað varðar gæslu á landamærunum við Mexíkó.

Margir hafa áhyggjur af þverrandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu og það dregur ekki úr þeim áhyggjum að forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Donald Trump, sem verður væntanlega frambjóðandi Repúblikana, hefur sagt að hann vilji hætta stuðningi við Úkraínu og draga Bandaríkin út úr NATO.

ISW segir að ef svo fari að mjög dragi úr stuðningi Vesturlanda við Úkraínumenn þá geti nokkrar sviðsmyndir blasað við. Bendir hugveitan á að Bandaríkin eigi mikið undir því hvernig stríðið endar, miklu meira en flesta grunar.

„Það er alls ekki útilokað að Rússar leggi alla Úkraínu undir sig ef Bandaríkin hætta öllum hernaðarstuðningi og Evrópa fylgir í kjölfarið. Slík niðurstaða myndi þýða að illa farinn en sigurreifur rússneskur her myndi vera við landamæri NATO, allt frá Svartahafi að heimskautasvæðinu,“ segir í nýrri skýrslu ISW „The High Price of Losing Ukraine“.

Hugveitan bendir á að Úkraínumenn, með aðstoð Vesturlanda, hafi gert út af við tæplega 90% þess rússneska herafla sem réðst inn í landið í febrúar á síðasta ári. En þrátt fyrir þetta mikla mannfall sendi Rússar nýja menn á vígvöllinn og efli iðnað sinn til að bæta upp tap á hergögnum.

Segir ISW að ef Rússar sigra muni rússneski herinn verða bardagareyndur og mun stærri en áður en stríðið hófst. Rússneskt efnahagslíf muni hægt og bítandi jafna sig eftir því sem refsiaðgerðirnar, gegn Rússlandi, myndu óhjákvæmilega renna út í sandinn.

Sky News segir að eftir því sem ISW segi þá verði kostnaðurinn við að leyfa Rússum að leggja Úkraínu undir sig  meiri en flestir geta ímyndað sér. Það muni hafa í för með sér að Bandaríkin verði að senda mikinn fjölda hermanna til Austur-Evrópu og hugsanlega muni þau standa frammi fyrir „skelfilegu vali“ á milli þess að vera með bestu flugvélar sínar í Asíu til að vernda Taívan eða að hafa þær í Evrópu til að styðja bandamenn sína gegn ágengum Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Í gær

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku