fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Svona verður veðrið um jólin – Mjög kalt á aðfangadag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurspár fyrir jólahátíðina eru að taka á sig skýrari mynd. Búast má við tiltölulega hægu veðri á landinu þessi jólin en það gæti borgað sig að klæða sig vel ef fara á út.

Ef marka má sjálfvirka spá Veðurstofunnar fyrir aðfangadag verður frost á nær öllu landinu á aðfangadag. Á höfuðborgarsvæðinu gæti frostið farið niður í 9 gráður. Vindur verður tiltölulega hægur og bjart í veðri.

Svipað verður uppi á teningnum norðan heiða en á Akureyri er til dæmis gert ráð fyrir sjö stiga frosti að morgni aðfangadags en hlýnandi veðri þegar líður á daginn. Þar má gera ráð fyrir snjókomu.

Hér að neðan gefur að líta veðurhorfur á landinu næstu daga eins og þær birtast á vef Veðurstofu Íslands:

Á föstudag (vetrarsólstöður):
Norðaustlæg eða breytileg átt, víða 5-13 m/s og snjókoma með köflum, en lengst af þurrt og bjart sunnan heiða. Frost 3 til 17 stig, kaldast inn til landsins.

Á laugardag (Þorláksmessa):
Austan 8-15 og víða líkur á éljum, en hægari norðaustanlands. Dregur úr frosti.

Á sunnudag (aðfangadagur jóla):
Norðaustan 10-18, en hægari á Austurlandi. Él um landið norðanvert, annars þurrt að mestu. Frost 0 til 8 stig. Dregur úr vindi síðdegis.

Á mánudag (jóladagur):
Breytileg átt og él, en þurrt að kalla um landið vestanvert. Herðir á frosti.

Á þriðjudag (annar í jólum):
Suðlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum. Frost 0 til 7 stig.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt og dálítil él, en bjartviðri um landið suðvestanvert. Kólnar í veðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm