fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Ótrúleg heppni að ekki fór verr

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 07:36

Myndin er frá útkalli slökkviliðsins í gær. Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að íbúðarhúsnæði í Skipholtinu í gærdag en þar tilkynnti vegfarandi um eld sem hann sæi innandyra.

Þegar slökkvilið kom á vettvang sást vissulega eldur inni í húsnæðinu og þegar farið var inn reyndist hann loga í kertaskreytingu. Sem betur fer hafði eldurinn ekki náð að dreifa sér innan húsnæðisins. Skreytingin var borin út og húsið reykræst.

Í tilkynningu frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að það megi teljast mildi að ekki fór verr þar sem enginn var heima þegar eldurinn kom upp. Þá var enginn reykskynjari í húsnæðinu sem er sjaldséð í dag.

Slökkviliðið hafði í mörg horn að líta og fóru sjúkrabílar í 142 verkefni. Þriðjungur af þeim voru forgangsverkefni sem telst frekar hátt hlutfall. Þá fóru dælubílar í sjö útköll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga