fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Ólafsfjarðarmálið: Saksóknari segir koma til greina að fella niður refsingu -„Hann er svo sannarlega að verjast árás“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. desember 2023 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sagði að ég teldi að það væru að hluta til skilyrði til neyðarvarnar en farið hefði verið út fyrir þau skilyrði,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssakóknari og sækjandi í Ólafsfjarðarmálinu, í stuttu viðtali við DV, rétt eftir að aðalmeðferð í málinu lauk við Héraðsdóms Norðurlands eystra. Kolbrún telur hafið yfir vafa að Steinþór Einarsson hafi orðið Tómasi Waagfjörð að bana með hnífstungu í íbúð á Ólafsfirði aðfaranótt 3. október 2022, hins vegar liggi fyrir að Tómas hafi ráðist á Steinþór sem hafi gripið til varna.

„Lögin heimila þá að farið sé niður fyrir refsilágmarkið og jafnvel að fella refsinguna alveg niður, það var bara það sem ég fór yfir, en lágmarkið er fimm ár [fyrir manndráp – innskot DV], ég tel rétt með hliðsjón af aðstæðum að fara niður fyrir það lágmark og jafnvel að það komi þá til greina að fella refsinguna niður. En það er dómsins að meta það.“

Sjá einnig: Örvar reyndi að bjarga lífi Tómasar – „Ég hef aldrei séð svona mikið blóð, þetta var eins og sláturhús“

Aðalmeðferð í málinu er nú lokið eftir tveggja daga törn. Ljóst er að saksóknari telur Steinþór eiga sér málsbætur. Kolbrún segir það liggja fyrir með hliðsjón af framburði vitna að Tómas hafi ráðist á Steinþór í aðdraganda þess að hann lést. „Upphafið er Tómas, já,“ segir hún.1

„En ákæruvaldið byggir á því að hann [Steinþór – innskot DV] hafi farið út fyrir leyfileg mörk neyðarvarnar, það hefði verið hægt að bregðast öðruvísi við en hann er svo sannarlega að verjast árás. Það er ástæða til að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar.“

Aðspurð sagðist Kolbrún telja að réttarhöldin hafi gengið vel og allt hafi verið upplýst í þeim eins vel og hægt var. Búast má við að dómur falli í málinu fyrir miðjan janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Í gær

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“