fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Fékk 10 þúsund króna sekt fyrir hverja töflu sem hann flutti til landsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. desember 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlendan karlmann til greiðslu sektar vegna innflutnings á kvíðastillandi lyfi.

Maðurinn var gómaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 7. Júní síðastliðinn en við leit á honum innan klæða fundust á honum 103 töflur af ávana- og fíknilyfinu Alprazolam Krka, en um er að ræða lyf sem alla jafna er notað sem skammtímameðferð við alvarlegri kvíðaröskun.

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm þegar málið var þingfest og var fjarvist hans metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið brotið.

Var maðurinn dæmdur til greiðslu 1.080.000 króna sektar og jafngildir það rúmlega 10 þúsund krónum á hverja töflu sem hann flutti til landsins. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu mun hann þurfa að sæta 40 daga fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna