fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Pútín sendir hermenn í stríðum straumum beint út í opinn dauðann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 21:00

Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hertu í gær árásir sínar á úkraínska bæinn Avdiivka sem er í austurhluta Úkraínu. Þeir hafa sótt að bænum síðustu vikur og reyna nú hvað þeir geta til að ná honum á sitt vald fyrir áramót. Þeir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í orustunni um bæinn og er óhætt að segja að Pútín sendi hermenn sína út í opinn dauðann á þessum slóðum.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að mannfall Rússa við bæinn sé líklega það mesta í nokkurri orustu í stríðinu til þessa.

Rússar hafa nánast umkringt bæinn og lætur stórskotalið þeirra skotum rigna yfir bæinn. Óstaðfestar fregnir herma að á móti hverjum einum úkraínskum hermanni sem falli við bæinn þá falli tuttugu rússneskir. Talsmaður Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, sagði nýlega að Rússar hafi ótakmarkaðan fjölda af hermönnum sem þeir noti miskunnarlaust til að senda mannlegar árásarbylgjur fram á vígvellinum.

Rússar gangsettu í síðasta mánuði nýja tilraun til að ná bænum úr höndum úkraínskra hersveita. Þeir hafa náð að sækja aðeins fram en tap þeirra er gríðarlegt, bæði mælt í mannslífum og búnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“