fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Þátttaka Ásu í heimildarmyndinni um Gilgo-raðmorðingjann umdeild – „Allt sem hún segir er henni mjög hættulegt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 09:00

Rex og Ása.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátttaka Ásu Guðbjargar Ellerup í heimildarmynd um eiginmann sinn, hinn meinta raðmorðingja Rex Heuermann og Gilgostrandar-morðin, sem hann er grunaður um er umdeild og gert að umtalsefni í grein í New York Times nú í morgun.

Eins og áður hefur komið fram er talið að Ása Guðbjörg hafi gert samning upp á eina milljón dollara, um 140 milljónir króna, við framleiðslufyrirtækið Peacock um gerð myndarinnar. Lög í Bandaríkjunum banna brotamönnum að hagnast á myrkraverkum sínum en umsókn Ásu um skilnað frá Rex gerir það að verkum að hún gat gengið að samningaborðinu og losnað við fjárhagsáhyggjur.

Í umfjöllun New York Times í morgun kemur fram að Ása sé að taka mikla áhættu með þátttöku sinni í myndinni. „Það sem hún segir í myndinni getur verið notað gegn henni í dómssal. Allt sem hún segir er henni mjög hættulegt,“ er haft eftir lögmanninum John Ray, lögmaður fjölskyldna tveggja fórnarlamba Gilgo-morðingjans. Ray bendir á að þó að Ása Guðbjörg hafi ekki verið ákærð í málinu ætti hún sannarlega að vera í hóp grunaðra og rannsökuð betur að hans mati. Þannig hefur Ray haldið því fram fullum fetum að ýmislegt bendi til þess að Ása Guðbjörg hafi vitað meira um myrkaverk eiginmanns síns en komið hefur fram.

Hefur Ray fordæmt samninginn og segir hann að með honum séu þjáningar fórnarlamba morðingjans hafðar að féþúfu. Fórnarlömbin hafi verið afmennskuð og ástæðan sé sú að þær störfuðu í kynlífsiðnaðinum.

Í umfjöllun New York Times kemur ennfremur fram að Ása Guðbjörg virðist hafa ýmislegt til brunns að bera til að vera miðpunktur heimildarmyndar um málið. Þannig hafi hún mætt heim til sín eftir tveggja vikna fjölmiðlastorm eftir að málið kom upp og svarað æstum blaðamönnum og ljósmyndurum fullum hálsi án þess að gefa neitt upp um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun