fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Meiðyrðamáli gegn Maríu Lilju vísað frá Landsrétti – „Way to proof a point hálfvitar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. nóvember 2023 17:30

María Lilja Þrastardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem kærði Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp blaðamann fyrir meiðyrði tapaði máli sínu gegn henni í héraðsdómi. Hann áfrýjaði til Landsréttar og ákvað þar að flytja málið sjálfur þó að hann sé ólöglærður. Var málinu vísað frá Landsrétti í dag vegna ófullnægjandi greinargerðar mannsins. Greinargerðin var ógnarlöng, 49 blaðsíður, og innihélt að mati dómara margt sem kom málinu ekki við og ekki var hægt að ráða af greinargerðinni hvaða málsástæðum maðurinn tefldi fram til stuðnings kröfum sínum.

Maðurinn krafðist þess að eftirfarandi ummæli Maríu Lilju á samfélagsmiðlum yrðu dæmd dauð og ómerk:

Á Facebook-síðu hennar 18. maí 2018: „Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“

Á Facebook-síðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hérað halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“

Á Facebook-síðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“

Maðurinn sem stefndi Maríu Lilju stóð í forræðisdeilu við barnsmóður sínar. Ummælin skrifaði María í tengslum við viðtal DV við nokkra karlmenn í forræðisdeilum, þar á meðal þennan mann.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ummæli Maríu Lilju teldust ekki ærumeiðingar og stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi hennar gerði henni heimilt að viðhafa þau. Ummælin væru innleg í þjóðfélagsumræðu sem stefnandi sjálfur hefði verið mjög virkur í. Í dómnum segir:

„… gerðist stefnandi þátttakandi í þjóðfélagsumræðu, fjallaði þar um einkamálefni sín og annarra og fullyrti ítrekað um ofbeldi barnsmóður sinnar, sem og lögbrot sem hann kvað karla verða fyrir af hendi kvenna og opinberra aðila. Telja verður að með þessari framgöngu hafi stefnandi mátt gera ráð fyrir að verða fyrir gagnrýni og varð hann að þola harðari ummæli um sig en ella…“

María Lilja var sýknuð af kröfum mannsins og hann þarf að greiða henni málskostnað.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“